Heimsóknir 1.bekkjar á Kvistaborg og Furuskóga.

Einn þriðji af krökkunum í 1.bekk fór í heimsókn á Kvistaborg í morgun til að hitta krakkana í skólahópnum þar. En flestir ef ekki allir krakkarnir í honum munu koma til með að hefja skólagöngu í Fossvogsskóla næsta haust 2018.

Heimsóknin er liður í að krakkarnir kynnist og verðandi nemendur verði öruggari þegar þeir hefja skólagöngu þar sem þeir munu þá þekkja eða kannast við krakkana í öðrum bekk.

1/3 hópsins fer síðan í heimsókn 21.nóv. og síðustu krakkarnir 1/3 fara 28.nóv.

Fyrr í nóvember fóru krakkarnir í 1.bekk í heimsókn á Furuskóga í sama tilgangi.

Sjá fleiri myndir inná myndasafni

Prenta | Netfang

Skoðun innri líffæra og krufning

hjarta

 

Miðvikudaginn 8. nóvember var mikið um að vera í Náttúruvísindum.  Við vorum búin að nálgast svínahjörtu sem krakkarnir fengu að skera í til að skoða hvernig hjörtu væru uppbyggð.
Mér til halds og trausts fékk ég stöllu mína og fyrrverandi samstarfskonu, Guðrúnu Maríu til að koma og sýna okkur réttu handtökin en hún hefur einmitt verið að gera þessa vinnu undanfarin ár hér í Fossvogsskóla. 
Áður voru nemendur búnir að fara í kaflann um hjartað í kennslubókinni og skoða myndbönd af Vefnum. 
Auk þessa fengum við lungu með áföstum barka, lifur og nýru sem krakkarnir skoðuðu einnig.  Blásið var í lungun til að sjá þau lyftast en þau voru því miður frekar illa farin þannig að það náðist ekki vel að láta þau þenjast vel út.  Nemendur voru mjög áhugasamir þó kki treystu sér allir til að fara í þessa vinnu og sumir urðu frá að hverfa.
Myndir má sjá á myndasíðu.

Prenta | Netfang

Jákvæð samskipti

Jákvæðri samskiptaviku er nú að ljúka hjá okkur í Fossvogsskóla.  Hún endaði vel þar sem nemendur og starfsmenn dönsuðu og sungu saman. Logi Vígþórsson kom og stjórnaði dansinum og Halla Gunnarsdóttir og Ragna Skinner sáu um sönginn.

Sjá fleiri myndir inná myndasafni.

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 33 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn