Skip to content

1. desember

Þann 1.desember ár hvert er hefð fyrir því að starfsfólk Fossvogsskóla klæðist þjóðlegum fatnaði og þeir sem hafa tök á klæðast gjarnan þjóðbúningi.  Í dag var engin undantekning þar á og hér má sjá fjóra starfsmenn skólans á búningi, konurnar á 19.aldar upphlut og karlinn á karlbúningi.  Í tilefni dagsins hlýddu nemendur á kynningu á Teams þar sem Agla textílkennari var með fræðslu um klæðnað fólks fyrr á tímum.