Skip to content

Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun, föstudag. Þetta á við akstur í og úr skóla, akstur í sund og akstur í íþróttir. Akstursþjónusta fatlaðra verður með óbreyttu sniði eins og áður hefur komið fram. Frístundaakstur er á vegum hvers og eins íþróttafélags. Vinsamlegast verið í sambandi við viðkomandi félag varðandi íþróttaæfingar.