Skip to content

Gildi Fossvogsskóla

Nýlega fór fram víðtæk vinna við að rýna hver gildi Fossvogsskóla eiga að vera. Kennarar fóru í þessa vinnu með nemendum en einnig svöruðu starfsfólk skólans og foreldrar rafrænni könnun. Unnið hefur verið úr niðurstöðum og skemmst er frá því að segja að mikill samhljómur var milli hópa. Gildi Fossvogsskóla eru; vinátta – virðing – vellíðan og hefur merki skólans verið uppfært til samræmis.