Heimsóknir 1.bekkjar á Kvistaborg og Furuskóga.

Einn þriðji af krökkunum í 1.bekk fór í heimsókn á Kvistaborg í morgun til að hitta krakkana í skólahópnum þar. En flestir ef ekki allir krakkarnir í honum munu koma til með að hefja skólagöngu í Fossvogsskóla næsta haust 2018.

Heimsóknin er liður í að krakkarnir kynnist og verðandi nemendur verði öruggari þegar þeir hefja skólagöngu þar sem þeir munu þá þekkja eða kannast við krakkana í öðrum bekk.

1/3 hópsins fer síðan í heimsókn 21.nóv. og síðustu krakkarnir 1/3 fara 28.nóv.

Fyrr í nóvember fóru krakkarnir í 1.bekk í heimsókn á Furuskóga í sama tilgangi.

Sjá fleiri myndir inná myndasafni

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 110 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn