Félagsvist í 4. bekk.

Nemendur í 4. bekk fengu kennslustund í félagsvist í dag og einnig síðasta föstudag en það liður í  undirbúningi fyrir öskudaginn sem er 14. febrúar. Á öskudag er hefð fyrir því að 4. – 7. bekkur komi saman í íþróttasalnum og spili félagsvist. Það er margt sem þarf að kunna í þessu skemmtilega spili og við höfum verið að læra á tromp og skiptingar á milli borða en þar eru sérstakar reglur sem gilda. Eftir nokkrar umferðir eru krakkarnir farnir að læra spilið og við erum öll farin að hlakka til öskudags :-)

Sjá fleiri myndir inná myndasafni

Bestu kveðjur og góða helgi.

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 217 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn