4. bekkur – ísgerð í snjónum

Í síðustu viku fórum við, Kristín, Ragna (tónm.) og ég, Sigurbjörg (náttúruvísindi) auk Iðunnar stuðningsfulltrúa, út í snjóinn og frostið í blíðskaparveðri og bjuggum okkur til mjólkurís.

Það var gert með því að setja nýmjólk í poka með rennanlegri lokun auk örlítils dreitils af íssósu.  Síðan var sett gróft salt og snjór í stærri poka og blandað saman.  Þá var litli pokinn með mjólkinni í, settur ofan í þann stærri með salt/snjó blöndunni og allt nuddað saman þar til mjólkin var frosin í litla pokanum.
Úr þessu varð hinn ágætasti ís sem flestum fannst góður og kannski sérlega góður þar sem hann var búinn til af þeim J

Kær kveðja,
Sigurbjörg.

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 167 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn