Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 17.- 22. apríl 2018.

barnam

HVERFIÐ MITT FOSSVOGURINN 1918-2118. ALLIR VELKOMNIR

4.bekkur Fossvogsskóla hefur í samstarfi við kennara sína og Borgarsögusafn kynnt sér sögu Fossvogsins frá 1918 til 2018. Nemendur fengu heimsóknir og tóku viðtöl við íbúa hverfisins, skráðu niður sögur og lýsingar á hverfinu og söfnuðu saman ljósmyndum. Þá unnu nemendur sína eigin listrænu framtíðarsýn fyrir hverfið allt til ársins 2118, með sérstaka áherslu á umhverfi og náttúru. Opnunarhátíð verður haldin í Fossvoginum á hátíð sumardagsins fyrsta, þar sem gestum og gangandi býðst að skoða afrakstur verkefnisins. Að því loknu mun svo vegleg sýning, sem er opin öllum, verða sett upp í Árbæjarsafni þann 20.-30.apríl. Markmið sýningarinnar er að að styrkja samfélagskennd og umhverfisvitund og vekja okkur til umhugsunar á því hvernig við viljum sjá framtíð okkar eigin hverfis.

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 180 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn