Skemmtun á sal

Fimmtudaginn 3.maí var haldin skemmtun á sal skólans  sem helmingur 5.bekkjarárgangsins stóð fyrir.

Þar voru sýndar rafbækur sem nemendur unnu á spjaldtölvur, spilað var á píanó og þrír drengir sungu á ítölsku lagið Roma, Roma, Roma.

Þá var farið með gátur og brandara, leikið leikrit eftir handriti eins nemandans, dansað og sungið listilega við lagið „Faded“ og haldin spurningakeppni.

Sýningunni lauk með veglegri tískusýningu og var talið að öll atriðin hafi verið nemendum til mikils sóma.

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 108 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn