Bangsadagur

Laugardaginn 27. október er Alþjóðlegi bangsadagurinn  af því tilefni   mega nemendur koma í skólann í náttfötum með bangsa  mánudaginn 29. október. 

106 qRVCZH0Z8A

Prenta | Netfang

Skólasetning Fossvogsskóla 22. ágúst

Kæru foreldrar og nemendur

Nú styttist í skólabyrjun. Skólasetning Fossvogsskóla skólaárið 2018 - 2019 verður miðvikudaginn 22. ágúst kl. 10:30 hjá 1. - 7. bekk og fer fram utandyra við aðalinngang skólans. Að skólasetningu lokinni fylgja foreldrar og nemendur umsjónarkennurum inn á heimasvæði nemenda þar sem stundatöflur eru kynntar ásamt helstu áherslum í skólastarfi komandi vetrar.

Við viljum vekja athygli foreldra á þeirri nýbreytni að Reykjavíkurborg kostar ritföng nemenda sem verða til afnota í skólanum.

Einnig minnum við á nýjan tímaramma stundatöflu. Skólinn opnar kl. 8:00 á morgnana og stuðningsfulltrúar taka á móti nemendum sem fara inn á heimasvæði sín þar til kennsla hefst kl. 8:30. Hefðbundin morgunstund fellur niður en nemendur verða hvattir til að nota tímann til yndislesturs þar til kennsla hefst.

Kennsla hefst kl. 8:30 hjá 1. – 7. bekk.

Kennslu lýkur kl. 13:40 hjá nemendum í 1. – 4. bekk og þá hefst frístundastarfið í Neðstalandi hjá nemendum sem þar eru skráðir, aðrir nemendur fara heim.

Kennslu lýkur kl. 14:20 hjá nemendum í 5. – 7. bekk.

Prenta | Netfang

Opnunartími skrifstofu í sumar

Skrifstofa skólans er opin milli 08:00-14:30 til 12. júní.

Frá 13 júní til og með 20. júní er opið frá 10:00-12:00

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 44 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn