Félagsvist

Í dag spiluðu krakkar í 4.-7. bekk félagsvist. 4. og 6. bekkur spilaði á bókasafni og í tónmenntastofu og 5. og 7. bekkur í íþróttasalnum.

Gekk þetta mjög vel og virtust nemendur hafa gaman af.  

Sjá fleiri myndir inná myndasafni

Prenta | Netfang

4. bekkur – ísgerð í snjónum

Í síðustu viku fórum við, Kristín, Ragna (tónm.) og ég, Sigurbjörg (náttúruvísindi) auk Iðunnar stuðningsfulltrúa, út í snjóinn og frostið í blíðskaparveðri og bjuggum okkur til mjólkurís.

Það var gert með því að setja nýmjólk í poka með rennanlegri lokun auk örlítils dreitils af íssósu.  Síðan var sett gróft salt og snjór í stærri poka og blandað saman.  Þá var litli pokinn með mjólkinni í, settur ofan í þann stærri með salt/snjó blöndunni og allt nuddað saman þar til mjólkin var frosin í litla pokanum.
Úr þessu varð hinn ágætasti ís sem flestum fannst góður og kannski sérlega góður þar sem hann var búinn til af þeim J

Kær kveðja,
Sigurbjörg.

Prenta | Netfang

5. bekkur – áhöld og verkfæri

Í náttúruvísindum fyrir stuttu voru nemendur í 5. bekk að læra um ýmis áhöld og verkfæri sem Grikkinn Arkimedes (287 f.Kr. — 212 f.Kr.) fann upp til að létta fólki hin ýmsu störf.  

Þetta voru einfaldar vélar sem flokkast í sex megin gerðir; vogarstöng, skáflötur, trissa, hjól og ás, fleygur og skrúfa.
Nemendur fengu klaufhamra og nagla til að negla og taka svo úr aftur með því að nota vogarafl hamarsins, skrúfjárn og skrúfur til að skrúfa niður og til baka, sporjárn og hamra til að fleyga tréskífur með.  Þau boruðu einnig holur í viðardrumb með  handsnúnum borvélum.  Þau bjuggu líka til einfalda vog sem þau vógu ýmislegt á. 
Þótti krökkunum þetta hið mesta gaman.

Kær kveðja,
Sigurbjörg
Í myndasafni má sjá fleiri myndir frá þessari vinnu.

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 175 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn