Viðvörun vegna óveðurs 9. janúar

Ágætu foreldrar.

Eins og ykkur er kunnugt um er spáð vondu veðri í dag og biðjum við ykkur að fylgjast vel með veðurfréttum hjá fjölmiðlum.

Skólar hafa fengið tilkynningu um að koma eftirfarandi upplýsingum til foreldra og forráðamanna: For­eldr­ar eru hvatt­ir til þess að fylgja börn­um sín­um í skóla á höfuðborg­ar­svæðinu í dag en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliði og Veður­stof­unni er app­el­sínu­gul viðvör­un í gildi. Eft­ir­far­andi viðvör­un er í gildi: „Veður get­ur seinkað ferðum nem­enda til skóla. Skól­ar eru opn­ir, en mik­il­vægt er að for­eldr­ar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sér­stak­lega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngri,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem gef­in hef­ur verið út. Nán­ari upp­lýs­ing­ar eru á Face­book-síðu slökkviliðs og lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins bs.

Jafnóðum og Slökkviliðið sendir út tilkynningar um viðbrögð vegna veðurs munu stjórnendur Fossvogsskóla koma þeim upplýsingum til foreldra á heimasíðu skólans og í pósti. Ítrekum beiðni okkar um að fylgjast vel með veðurfréttum.

Kær kveðja, Stjórnendur.

oved

Prenta | Netfang

Jólakveðja

jolamynd

Kæru foreldrar

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum gott og gefandi samstarf á liðnu ári.  Hlökkum til að hitta nemendur á ný eftir jólahátíðina, miðvikudaginn 3. janúar 2018, en þá hefst skóli samkvæmt stundaskrá.

Kærar kveðjur,

Starfsfólk Fossvogsskóla

Prenta | Netfang

Jólaskemmtun 20 des.. 2017

IMG 1476 IMG 1490 IMG 1489
IMG 1498 IMG 1506 IMG 1517
IMG 1533 IMG 1537 IMG 1544

Sjá fleiri myndir inná myndasafni

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 866 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn