Gaman að mála

P1000269Í gær byrjaði skólinn aftur eftir vetrarfrí. Það var glatt á hjalla í 1. bekk og greinilegt að allir höfðu notið frísins og voru tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins. Í stað hefðbundinnar hringekju byrjuðum við á að búa til bolluvendi með því að mála aftan á pappadiska. Það vakti lukku og nú þurfa allir heima að vara sig á bolludaginn og eins gott að eiga nóg af bollum!

Sjá fleiri myndir

 

Prenta | Netfang

1.bekkur: Skemmtun á sal föstudaginn 18. Febrúar.

 P2188936S.l. föstudag var hinn helmingur 1. bekkjar með uppákomu á sal.  Þar var sungið, dansað, spilað á píanó og fiðlu, lesið úr sögubókum, leiknir brandarar, tískusýning o.fl. Þetta var skemmtileg stund og krakkarnir stóðu sig mjög vel líkt og hinn hluti bekkjarins vikuna áður. Það verður gaman að fylgjast með uppákomum þessara efnilegu krakka í framtíðinni.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Bakkabræður í Vesturlandi

Þessar vikurnar er bókmenntaval í Vesturlandi á fimmtudögum til og með 3.mars.

Hér sjáum við sýnishorn frá einni stöðinni sem tveir drengir úr 2.bekk teiknuðu eftir að hafa hlustað á ýmsar sögur um Bakkabræður.

 

P1000050 P1000051

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 89 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn