Samvera á sal hjá hópi 10

salur_12_mars_001Það var líf og fjör í samverutímanum síðasta föstudag. Á dagskránni var leikur, spurningakeppni og flippuð danskeppni. Síðan enduðu nemendur á tískusýningu þar sem sýndir voru nýjustu straumarnir í tískuheiminum. Nemendur skemmtu sér konunglega og voru ánægðir eftir þessa samverustund. Myndirnar tala sínu máli.

Ægir Rúnar Sigurbjörnsson (umsjón h-10)

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Salur hjá 6 ára

salur_12_mars_020 salur_12_mars_030

Jæja það var nú aldeilis gaman í Vesturlandi í dag. Þá mættu nokkrir hressir krakkar í 1.bekk á samverustund og skemmtu samnemendum sínum. Salurinn þeirra heppnaðist sértaklega vel og voru þau alveg til fyrirmyndar. Boðið var uppá leikrit, söng, tónlistarflutning og dans. Sérstaka athygli vöktu dansatriðin sem voru alveg hreint frábær skemmtun og krakkarnir greinilega búin að æfa sig vel. Það er alveg ótrúlega gaman að sjá og heyra hvað krökkunum okkar er margt til listana lagt. Húrra, húrra og HÚRRA!!

Kristín Harpa :)

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Hópur 11 í útikennslu

Föstudaginn 12. mars fór hópur 11 í skógarferð í útikennslu. Farið var í Björnslund í Norðlingaholti og voru nemendur ánægðir með ferðina. Óskar skólastjóri var með í för og kenndi hann m.a. nokkrum nemendum hvernig á að berjast að hætti litla Jóns liðsmanns Hróa hattar.

utikennsla_h_11_12_mars_047

Sjá fleiri myndir

 

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 49 gestir en einn notandi tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn