Ferð í í Húsdýragarðinn hópur 13

husdyragardurinn_h_13_032Við  í hópi 13 fóru í Húsdýragarðinn mánudaginn 19. maí og fengu að vera dýrahirðar  einn dag. Nemendum var skipt í þrjá vinnuhópa: nautgripa-, hesta- og loðdýrahópa. Allir byrjuðu á að hreinsa skítinn frá dýrunum, því næst var dýrunum gefið að borða. Þegar við höfðum borðað nestið okkar sögðum við hinum krökkunum frá því sem við höfðum verið að gera í hópunum. Að lokum var selunum gefið að borða og við fórum aftur í skólann.Öllum fannst þetta mjög skemmtileg og fræðandi ferð.

Hópurinn átti ánægjulegan dag í góðu veðri.

Kveðja Katla, Sara Steinsen og Svandís

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Útiveruskipulag

Hjólavika 26.-30. apríl:

Sérstakur hjóladagur verður 23.apríl þar sem farið verður yfir hjól og hjálma og því ættu allir að vera komnir á vel útbúnar græjur fyrir hjólatúra. Í vikunni á eftir, 26-30 apríl, verður hjólavika í Fossvogsskóla.   Í frímínútum/útiveru/hreyfingu frá 10:20 - 10:40 verður farið í stutta hjólatúra í nágreninu og mega allir vera með, nemendur og starfsfólk. Gátlisti fyrir hjólaskoðun.

Gönguvika 10.-14. maí:

Í þessari viku verður farið í stutta göngutúra í nánasta umhverfi við skólann og mega allir vera með, nemendur og starfsfólk.  Þetta verður gert í 10:20-10:40 frímínútum/útiveru/hreyfingartíma.

Ratleikjavika 24.-28. maí:

Í þessari viku verða stuttir ratleikir í 10:20-10:40 frímínútum/útiveru/hreyfingu í nánast umhverfi skólans.  Það mega allir vera með, nemendur og starfsfólk. 

Prenta | Netfang

Barnamenningarhátíð í Reykjavík

skli_04_074

Mánudaginn 19.apríl fóru 4.bekkingar í Reykjavík í opnunargöngu barnamenningarhátíðar.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 106 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn