Sleðaferð hjá 5.bekk

utikennsla_5_mars_017Fimmtudaginn 4.mars skelltu nemendur í 5.bekk sér á sleða í útikennslutímanum frá 10:40 – 12:00.  Nemendur fóru að þessu sinni í „Kópavogsbrekkuna“ sem er mjög löng og skemmtileg brekka að renna sér í.  Þessi ferð var mjög skemmtileg og var mikið hlegið og öskrað á leið niður brekkuna.  Sumir tóku með sér heitt kakó til að ylja sér. Þetta var vel heppnuð ferð og nemendur komu til baka sælir og rjóðir í kinnum.

Rúnar og Ransý

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Sleðaferð H-6 og 7.

utikennsla_3_mars_034Í útikennslutímanum á miðvikudaginn fórum við í brekkuna fyrir neðan Kjarrhólmann í Kópavogi og renndum okkur á rassaþotum, snjóþotum og stýrissleðum. Við kennararnir erum alsælir yfir því að komast með mannskapinn óslasaðan til baka því ferðin á sumum var þvílík að okkur þótti nóg um! Öll skemmtum við okkur rosalega vel.

Bestu kveðjur,

Erla og Kristín Sig.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Bekkjarsamkoma í 4.bekk

bekkjarsamkoma_034

 

Í gær, fimmtudaginn 4.mars, var haldin bekkjarsamkoma fyrir foreldra og forráðamenn. Þar fluttu allir nemendur dagbókarbrot úr samfélagsfræðiverkefninu „Ísland áður fyrr“. Tókst samkoman afar vel og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Forráðamenn voru mjög ánægðir með þetta framtak. Hér sjáum við afmælisbarn dagsins: Magnús Sævar að lesa upp sitt dagbókarbrot.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 231 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn