Sleðaferð H-6 og 7.

utikennsla_3_mars_034Í útikennslutímanum á miðvikudaginn fórum við í brekkuna fyrir neðan Kjarrhólmann í Kópavogi og renndum okkur á rassaþotum, snjóþotum og stýrissleðum. Við kennararnir erum alsælir yfir því að komast með mannskapinn óslasaðan til baka því ferðin á sumum var þvílík að okkur þótti nóg um! Öll skemmtum við okkur rosalega vel.

Bestu kveðjur,

Erla og Kristín Sig.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Bekkjarsamkoma í 4.bekk

bekkjarsamkoma_034

 

Í gær, fimmtudaginn 4.mars, var haldin bekkjarsamkoma fyrir foreldra og forráðamenn. Þar fluttu allir nemendur dagbókarbrot úr samfélagsfræðiverkefninu „Ísland áður fyrr“. Tókst samkoman afar vel og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Forráðamenn voru mjög ánægðir með þetta framtak. Hér sjáum við afmælisbarn dagsins: Magnús Sævar að lesa upp sitt dagbókarbrot.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Samvera á sal

salur_snjor_094 salur_snjor_086

Samvera á sal var ekki með hefðbundnu sniði í dag þar sem hópar 8-15 hafa verið með undirbúin skemmtiatriði til að sýna.  Samveran var í höndum Gísla íþróttakennara og eins og við var búist var sú samvera ansi hreyfanleg og bar yfirskriftina Íþróttadiskó.  Þar bauð Gísli upp á dansþolfimi, armbeygjukeppni, þrautardans og að lokum var diskó.  Óhætt er að segja að þetta var ansi góð upphitun fyrir Fossóhreysti sem verður í Víkinni á morgun.  Góða helgi

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 85 gestir en einn notandi tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn