Bekkjarsamkoma í 4.bekk

bekkjarsamkoma_034

 

Í gær, fimmtudaginn 4.mars, var haldin bekkjarsamkoma fyrir foreldra og forráðamenn. Þar fluttu allir nemendur dagbókarbrot úr samfélagsfræðiverkefninu „Ísland áður fyrr“. Tókst samkoman afar vel og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Forráðamenn voru mjög ánægðir með þetta framtak. Hér sjáum við afmælisbarn dagsins: Magnús Sævar að lesa upp sitt dagbókarbrot.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Samvera á sal

salur_snjor_094 salur_snjor_086

Samvera á sal var ekki með hefðbundnu sniði í dag þar sem hópar 8-15 hafa verið með undirbúin skemmtiatriði til að sýna.  Samveran var í höndum Gísla íþróttakennara og eins og við var búist var sú samvera ansi hreyfanleg og bar yfirskriftina Íþróttadiskó.  Þar bauð Gísli upp á dansþolfimi, armbeygjukeppni, þrautardans og að lokum var diskó.  Óhætt er að segja að þetta var ansi góð upphitun fyrir Fossóhreysti sem verður í Víkinni á morgun.  Góða helgi

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Náttfatadagur í Vesturlandi.

nattfatadagur_010 nattfatadagur_031

Í dag brugðum við út af vananum og höfðum náttfatadag. Flestir sprönguðu um í náttfötum með bangsana sína. Í stað valsvæða voru allar skólastofurnar í Vesturlandi opnar og krakkarnir máttu fara á milli og leika sér, spila, föndra o.fl. Einnig var boðið upp á að horfa á myndina Algjör Sveppi og leitin að Villa. Flestir völdu að kúra með bangsana sína fyrir framan myndina og slaka á. Að öðru leyti var dagurinn hefðbundinn en mannskapurinn í náttfötum allan daginn.

Bestu kveðjur,

starfsfólk Vesturlands.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 331 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn