Náttfatadagur í Vesturlandi.

nattfatadagur_010 nattfatadagur_031

Í dag brugðum við út af vananum og höfðum náttfatadag. Flestir sprönguðu um í náttfötum með bangsana sína. Í stað valsvæða voru allar skólastofurnar í Vesturlandi opnar og krakkarnir máttu fara á milli og leika sér, spila, föndra o.fl. Einnig var boðið upp á að horfa á myndina Algjör Sveppi og leitin að Villa. Flestir völdu að kúra með bangsana sína fyrir framan myndina og slaka á. Að öðru leyti var dagurinn hefðbundinn en mannskapurinn í náttfötum allan daginn.

Bestu kveðjur,

starfsfólk Vesturlands.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Bláa gullið

Daginn fyrir vetrarfrí  fóru hópar 8 og 9 á stórskemmtilegt leikrit í Borgarleikhúsinu. Fjallar það um vatnið og ber heitið Bláa gullið. Heiðursgestur sýningarinnar var hinn landskunni leikari Örn Árnason og fannst mörgum nemandanum til þess koma að hafa hann á staðnum.

leikhus_feb_2 leikhus_feb_3
leikhus_feb leikhus_feb_1
leikhus_feb_4 leikhus_feb_5

Prenta | Netfang

Hér sjáum við bókina Hvernig er að vera barn á Íslandi?

febr.10_024

 

Umboðsmaður barna gaf hana út af tilefni 20 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Bókin byggir á teikningum og ritmáli þeirra grunn-og leikskólabarna sem tóku þátt í verkefni umboðsmanns barna veturinn 2008-2009. Nemendur í hópi 9 tóku þátt í þessu samstarfi sem lauk með sýningu í Gerðubergi síðastliðið vor.

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 87 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn