Hér sjáum við bókina Hvernig er að vera barn á Íslandi?

febr.10_024

 

Umboðsmaður barna gaf hana út af tilefni 20 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Bókin byggir á teikningum og ritmáli þeirra grunn-og leikskólabarna sem tóku þátt í verkefni umboðsmanns barna veturinn 2008-2009. Nemendur í hópi 9 tóku þátt í þessu samstarfi sem lauk með sýningu í Gerðubergi síðastliðið vor.

Prenta | Netfang

Heimsókn í Árbæ, hópar 8 og 9

Sveitin í gamla daga

Í tengslum við námsefnið Ísland áður fyrr, fóru hópar 8 og 9 í heimsókn í  Árbæ, gamla torfbæinn sem nú er á Árbæjarsafni.  Þar fengum við leiðsögn um húsakynnin og um lífið í gamla bændasamfélaginu, sjálfsþurftabúskap, matargerð, tóvinnu og aðbúnað barna. Okkur var boðið inn í torfbæinn; baðstofuna, hlóðaeldhúsið og fjósið. Þar voru nemendur hvattir til að setja sig í spor forfeðranna og velta fyrir sér hvernig það var að búa í torfbæ án rafmagns og nútímaþæginda. Þetta var mjög ánægjuleg heimsókn og allir voru til sóma.

Picture_191 Picture_197

Prenta | Netfang

Heimsókn í Gerðuberg: hópar 6 og 7.

Picture_203Í morgun fóru hópar 6 og 7 í heimsókn í Gerðuberg á sýningarnar ,,Þetta vilja börnin sjá" og ,,Strengir". Strengir er sýning á leikbrúðum, grímum og búningum Messíönu Tómasdóttur frá nokkrum sýningum Strengjaleikhússins um þriggja áratuga skeið. Á sýningunni Þetta vilja börnin sjá getur að líta myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út árið 2009.

Í Gerðubergi var hópunum skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn skiptist í tvennt og sá sýningu Messíönu og Þetta vilja börnin sjá. Hinn hópurinn fór á bókasafnið og var skipt í fjóra hópa sem fór í ratleik og leysti fjórar þrautir. Eftir þrautirnar var lesið upp úr einni af bókum Sigrúnar Eldjárn.

Þetta var vel skipulagt af starfsfólki Gerðubergs sem gerði upplifunina skemmtilega og voru allir glaðir og ánægðir með heimsóknina.

Bestu kveðjur,

Erla og Kristín Sig.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 74 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn