Heimsókn í Gerðuberg: hópar 6 og 7.

Picture_203Í morgun fóru hópar 6 og 7 í heimsókn í Gerðuberg á sýningarnar ,,Þetta vilja börnin sjá" og ,,Strengir". Strengir er sýning á leikbrúðum, grímum og búningum Messíönu Tómasdóttur frá nokkrum sýningum Strengjaleikhússins um þriggja áratuga skeið. Á sýningunni Þetta vilja börnin sjá getur að líta myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út árið 2009.

Í Gerðubergi var hópunum skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn skiptist í tvennt og sá sýningu Messíönu og Þetta vilja börnin sjá. Hinn hópurinn fór á bókasafnið og var skipt í fjóra hópa sem fór í ratleik og leysti fjórar þrautir. Eftir þrautirnar var lesið upp úr einni af bókum Sigrúnar Eldjárn.

Þetta var vel skipulagt af starfsfólki Gerðubergs sem gerði upplifunina skemmtilega og voru allir glaðir og ánægðir með heimsóknina.

Bestu kveðjur,

Erla og Kristín Sig.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Salur hjá hóp 15

salur_h_15_001Hópur 15 hafði umsjón með sal í dag. Boðið var upp á ýmsar þrautir og samkvæmisleiki, s.s. húllakeppni, kókosbolluát, armbeygjukeppni og spurningakeppni. Í lok dagskrár buðu fjórir krakkar upp á söng og gítarspil við góðar undirtektir áhorfenda.

 

Árni deildarstjóri veit að góðar vísur eru aldrei of oft kveðnar og því notaði hann tækifærið í dag og rifjaði upp hlutverk nemenda í matsal. Hlutverk þeirra er að standa prúðir í röð, setjast í rólegheitum og spjalla á lágum nótum við borðfélaga. Ganga frá eftir sig og ganga hljóðlega til stofu eða út í frímínútur.

Agla , umsjónarkennari í hópi 15

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Skemmtun á sal

hópur 5 hópur 5

Hópur 5 sá um samveruna í Vesturlandi á föstudaginn. Dagskráin samanstóð af tónlistarflutningi, dans og frumsömdum leikþáttum. Allir virtust skemmta sér konunglega og stóð hópur 5 sig með miklum sóma.

Kveðja Kristín

Sjá fleiri myndir af h-5

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 183 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn