Salur hjá hóp 15
Hópur 15 hafði umsjón með sal í dag. Boðið var upp á ýmsar þrautir og samkvæmisleiki, s.s. húllakeppni, kókosbolluát, armbeygjukeppni og spurningakeppni. Í lok dagskrár buðu fjórir krakkar upp á söng og gítarspil við góðar undirtektir áhorfenda.
Árni deildarstjóri veit að góðar vísur eru aldrei of oft kveðnar og því notaði hann tækifærið í dag og rifjaði upp hlutverk nemenda í matsal. Hlutverk þeirra er að standa prúðir í röð, setjast í rólegheitum og spjalla á lágum nótum við borðfélaga. Ganga frá eftir sig og ganga hljóðlega til stofu eða út í frímínútur.
Agla , umsjónarkennari í hópi 15