Salur hjá hóp 15

salur_h_15_001Hópur 15 hafði umsjón með sal í dag. Boðið var upp á ýmsar þrautir og samkvæmisleiki, s.s. húllakeppni, kókosbolluát, armbeygjukeppni og spurningakeppni. Í lok dagskrár buðu fjórir krakkar upp á söng og gítarspil við góðar undirtektir áhorfenda.

 

Árni deildarstjóri veit að góðar vísur eru aldrei of oft kveðnar og því notaði hann tækifærið í dag og rifjaði upp hlutverk nemenda í matsal. Hlutverk þeirra er að standa prúðir í röð, setjast í rólegheitum og spjalla á lágum nótum við borðfélaga. Ganga frá eftir sig og ganga hljóðlega til stofu eða út í frímínútur.

Agla , umsjónarkennari í hópi 15

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Skemmtun á sal

hópur 5 hópur 5

Hópur 5 sá um samveruna í Vesturlandi á föstudaginn. Dagskráin samanstóð af tónlistarflutningi, dans og frumsömdum leikþáttum. Allir virtust skemmta sér konunglega og stóð hópur 5 sig með miklum sóma.

Kveðja Kristín

Sjá fleiri myndir af h-5

Prenta | Netfang

Bekkjarkvöld hjá 6. bekk

bekkjarskemmtun_13_jan_044Miðvikudaginn 13. janúar var bekkjarkvöld hjá 6. bekk. Hópar 12 og 13 buðu foreldrum sínum á skemmtun. Nemendur sýndu jólaleikritið sitt sem heitir Gata Stefáns og er byggt á efni úr ritverkum Stefáns Jónssonar, bæði sögum hans og ljóðum. Allir nemendur árgangsins tóku þátt í leiksýningunni og stóðu sig með prýði. Auk leikritsins var píanóleikur, dansar og hljómsveit, sem nokkrir drengir úr árganginum skipa, steig á stokk og flutti tvö lög. Að lokinni dagskrá fóru nemendur og gestir niður í borðsal og gæddu sér á glæsilegum veitingum sem foreldrar höfðu komið með og lagt á hlaðborð. Bekkjarkvöldið heppnaðist að öllu leyti vel og skemmtu viðstaddir sér hið besta.

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 76 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn