Útikennsla 3. bekkur.

lodahreinsun_014Miðvikudaginn 13. Janúar sáu hópar 6 og 7 um að hreinsa skólalóðina. Þetta var fyrsta hreinsun eftir áramót og var mikið af rusli á lóðinni og sást að það hefur verið sprengt mikið af flugeldum um áramótin hér í Fossvoginum. Krakkarnir voru duglegir og stóðu sig vel í flokkuninni því að sjálfsögðu var ruslið flokkað því Fossvogsskóli er grænn skóli.

 

Bestu kveðjur,

Erla og Kristín Sig.

Sjá fleiri myndir

 

Prenta | Netfang

Útikennsla 2. bekkur

utikennsla_13_jan_005Í dag fór hópur 3 og hópur 5 í útikennslu og var fengist við mælingar á ýmsum hlutum á skólalóðinni.

Nemendur stóðu sig með prýði og höfðu gaman af.

Kveðja

Kristín og María

Sjá fleiri myndir

Prenta | Netfang

Aðalfundur FFF

Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn fundur hjá foreldrafélagi Fossvogsskóla. Efni fundarins var að kjósa 2 fulltrúa foreldra í skólaráð skólans en Selma Árnadóttir og Þorsteinn Víglundsson voru kosin sem aðalmenn en til vara eru Elva Ýr Gylfadóttir og Björn Malmquist. 

Bergþóra Valsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK flutti síðan fyrirlestur um hvernig foreldrar geta haft áhrif í skólastarfinu. Hægt er að nálgast glærur hennar hér.

myndir_189myndir_187myndir_186myndir_188


Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 34 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn