Félagsvist í 4. bekk.

Nemendur í 4. bekk fengu kennslustund í félagsvist í dag og einnig síðasta föstudag en það liður í  undirbúningi fyrir öskudaginn sem er 14. febrúar. Á öskudag er hefð fyrir því að 4. – 7. bekkur komi saman í íþróttasalnum og spili félagsvist. Það er margt sem þarf að kunna í þessu skemmtilega spili og við höfum verið að læra á tromp og skiptingar á milli borða en þar eru sérstakar reglur sem gilda. Eftir nokkrar umferðir eru krakkarnir farnir að læra spilið og við erum öll farin að hlakka til öskudags :-)

Sjá fleiri myndir inná myndasafni

Bestu kveðjur og góða helgi.

Prenta | Netfang

Ferð 5.bekkjar á Þjóðminjasafnið

Dagana 11. og 18.janúar fór bekkurinn í vettvangsferð á Þjóðminjasafn Íslands. Ferðin var hugsuð sem kveikja fyrir næsta samfélagsfræðiverkefni bekkjarins um landnám Íslands. Nemendur fengu fræðslu um ýmsa muni safnsins og fengu að klæðast eftirlíkingum af klæðnaði landnámstímans. Þessa daga var mikil hálka í borginni en allir komust óskaddaðir í skólann aftur.

Prenta | Netfang

Slæm spá síðdegis

Ágætu foreldrar.

Þrátt fyrir skaplegt veður þessa stundina hér í Fossvoginum hafa stjórnendur skólans fengið eftirfarandi tilmæli frá skólayfirvöldum nú rétt fyrir skólalok:

Spáð er vondu veðri síðdegis og því hefur Slökkviliðið virkjað tillögu 3, sökum appelsínugulrar viðvörunnar Veðurstofunnar.
Spáð er suðaustan 18 – 25 m/s á svæðinu á milli kl 16:30 og 19:30. Sjá  http://www.vedur.is/vidvaranir
Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum úr skóla/ frístund eða á milli staða eftir þörfum. Frístundir og skólahald fellur ekki niður.
Tilkynning 3, Síðdegis
Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs.
Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt.
Hér er átt við börn yngri en 12 ára.
Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
 
Announcement 3. In the afternoon if the weather worsens during school and after-school programs.
The weather conditions in the Reykjavik area has deteriorated and parents and guardians, of children younger than 12,are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs.
Further information on www.shs.is and on Facebook (Slökkvilið and lögreglu höfuðborgarsvæðisins)
Með bestu kveðju
 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Sérfræðingur í almannavörnum
 Civil Protection Specialist

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.
(+354)  (+354) 8626375  (+354) 528 3000  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. http://shs.is  Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík, Ísland

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 110 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn