Skólasafnið 3. bekkur

Áhugasamir nemendur í 3. bekk hafa verið að koma á skólasafnið í vetur. Hafa þeir unnið í fartölvum og spjaldtölvum ýmis verkefni. Einnig hafa þeir verið í Regnbogaritun, sem eru skapandi skrif. Ritunarverkefnið er þannig að nemendur draga spýtur í sex mismunandi litum og hefur hver litur sitt hlutverk í ritunarferlinu sem hjálpar nemendum að virkja ímyndunaraflið. Höfðu nemendur mjög gaman af þessu.

Bestu kveðjur af skólasafninu, Guðrún Þórðardóttir

bokasafn

Prenta | Netfang

Kastali

 Nýr Kastali hefur nú verið tekinn í notkun á skólalóðinni með miklum fögnuði hjá krökkunum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

skolalod 

Prenta | Netfang

Samvera 5. bekkur

Fimmtudaginn 5. október var 5. bekkur með fyrstu samveru vetrarins, sem tókst einstaklega vel.  Meðal atriða voru: tvö frumsamin leikrit,  þrjú dansatriði, brandarar og gátur. Þeir sem fram komu stóðu sig með prýði og skemmtu áhorfendur sér hið besta.

Sjá fleiri myndir inná myndasafni

Prenta | Netfang

Gestir

Núna eru 36 gestir en engir notendur tengdir

Loftgæði

Svifryk (PM10)
Núna
Sæki gögn
Meðaltal
Sæki gögn