Skip to content

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

Kæru foreldrar,

Í komandi viku mæta að venju þeir bræður bolludagur, sprengidagur og öskudagur til leiks.

–        Á bolludag mega nemendur koma með bollu í nesti.

–        Á sprengidag bjóðum við nemendum upp á saltkjöt og baunir í hádegismat.

–        Og, á öskudag, sem er samkvæmt skóladagatali skertur nemendadagur, mega nemendur koma í búningum og með sparinesti; þó hvorki með gos né sælgæti.

ATH! Vegna samkomutakmarkana höldum við dagskrá á öskudag bæði úti og inni og gætum þess að árgangar blandist ekki innbyrðis.