Brunaæfing

Í morgun vorum við með þrenns konar öryggisæfingar fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Fyrst var æfing í viðbrögðum við jarðskjálfta. Því næst æfing í viðbrögðum við hugsanlegri eldhættu og að lokum var brunaæfing. Óhætt er að segja að nemendur hafi allir staðið sig með sóma og farið eftir því sem lagt var upp með; undir borð við jarðskjálftann, gert sig tilbúna til að yfirgefa húsið þegar hugsanleg eldhætta blasti við og farið að einu og öllu þegar ,,raunveruleg“ brunahætta steðjaði að. Í allt tók það okkur átta mínútur, nítján sekúndur og áttatíu sekúndubrot (8:19,80) frá því við fengum merki um brunahættu þar til búið var að yfirgefa húsið, fara yfir það og fullvissa okkur um að enginn væri í því og taka nafnakall á battavellinum. Vel gert Fossó!