Skip to content
12 feb'21

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

Kæru foreldrar, Í komandi viku mæta að venju þeir bræður bolludagur, sprengidagur og öskudagur til leiks. –        Á bolludag mega nemendur koma með bollu í nesti. –        Á sprengidag bjóðum við nemendum upp á saltkjöt og baunir í hádegismat. –        Og, á öskudag, sem er samkvæmt skóladagatali skertur nemendadagur, mega nemendur koma í búningum og…

Nánar
04 des'20

Myrkvi, Þruma og Skuggi

Viðurkenningu fyrir nafnatillögur á pöndubangsana okkar á skólasafninu fengu: Markús Bragi í 2. bekk fyrir nafnið Myrkvi. Tindra Gná fyrir nafnið Þruma. Katrín Edda í 4. bekk fyrir nafnið Skuggi. Dómnefnd skipuðu Árni Freyr, Friðgeir og Ragnhildur

Nánar
01 des'20

1. desember

Þann 1.desember ár hvert er hefð fyrir því að starfsfólk Fossvogsskóla klæðist þjóðlegum fatnaði og þeir sem hafa tök á klæðast gjarnan þjóðbúningi.  Í dag var engin undantekning þar á og hér má sjá fjóra starfsmenn skólans á búningi, konurnar á 19.aldar upphlut og karlinn á karlbúningi.  Í tilefni dagsins hlýddu nemendur á kynningu á…

Nánar
27 nóv'20

Smásagnasamkeppni Kennarasambands Íslands 2020

Ísabella Kristín í 7. bekk fékk verðlaun fyrir smásögu sína Gulu stígvélin. Söguna skrifaði hún í ritsmiðju – UT á skólasafni núna á haustdögum í tilefni Alþjóðadags kennara 5. október. Til hamingju Ísabella Kristín.

Nánar
30 okt'20

Ragnhildur bókavörður

Þetta er hún Ragnhildur bókavörður hún fór á stjá í morgun með bókavagninn sinn um skólann og lánaði bækur í tilefni dagsinns.

Nánar
30 okt'20

Samsöngur 29. okt.

Samsöngur í Vesturlandi og krakkarnir voru til fyrirmyndar. Þar voru tekin nokkur lög, skólasöngurinn Vertu til, Believer og lögðin úr myndinni Eurovision myndinni góðu, Húsavík og Jæja Ding Dong með splunkunýjum íslenskum texta eftir söngkonuna Guðrúnu Árnýju. Hér má sjá ,, Jæja Ding Dong – Skólabragur“  með til gamans.

Nánar