Skip to content

Erasmus ferð til Tékklands

Deildarstjórar Fossvogsskóla, María Helen og Berglind, fóru til Tékklands fyrir stuttu til að vinna að Erasmus verkefni skólans sem hefur legið í dvala vegna covid. Erasmus verkefnið er samvinnuverkefni skóla innan Evrópu og styrkt af Evrópusambandinu. Þema verkefnisins er Vatn og öll verkefni sem unnin verða í tengslum við verkefnið tengjast vatni á einn eða annan hátt. Áður en verkefnið fór í dvala höfðu nemendur gert logo sem tengist vatni og framundan eru mörg spennandi verkefni sem verða unnin þvert á árganga í skólanum. Sex lönd eru þátttakendur í verkefninu, Tékkland, Frakkland, Portúgal, Grikkland, Rúmenía og Ísland. Næsta heimsókn verður til Frakklands og þá munu fimm nemendur úr 6. bekk ásamt tveimur kennurum fara með og vera fulltrúar skólans.