Foreldrafélag Fossvogsskóla

Við í Fossvogsskóla erum stolt af því öfluga starfi sem fram fer á vegum foreldra og vitum að gott samstarf heimila og skóla er ein af forsendum góðs skólastarfs. Í Fossvogsskóla hefur foreldrafélag verið starfandi frá árinu 1976. Félagar í því eru allir foreldrar/forráðamenn nemenda í skólanum. Meginmarkmið félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda skólans og styrkja skólann í hvívetna. Foreldrafélagið hefur yfirumsjón með starfi bekkjarfulltrúa. Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 setur foreldrafélagið sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Starfsreglur

1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag Fossvogsskóla. Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum. 2.gr. Markmið félagsins er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Markmiði sínu hyggst félagið ná með því m.a. - að veita skólanum lið svo að aðstæður til náms og félagsstarfs verði sem bestar hverju sinni. - að veita skólanum aðstoð vegna ákveðinna verkefna og starfa í skólanum - að koma á umræðufundum um skóla- og uppeldismál almennt í samráði við skólann og bæta upplýsingamiðlun milli foreldra og skóla - að styðja við lista- og menningarstarf innan skólans.

3.gr. Stjórn foreldrafélagsins er skipuð fimm aðalmönnum og tveimur til vara. Stjórnin skal skipuð formanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Ritari gegnir jafnframt hlutverki varaformanns. Stjórnarmenn skipta með sér verkum. Æskilegt er að ekki fleiri en þrír gangi úr stjórn hverju sinni. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum málum.

4.gr. Aðalfund skal halda fyrir lok apríl ár hvert og telst fundurinn löglegur ef til hans er boðað skriflega í tölvupósti með minnst viku fyrirvara. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf auk annarra mála sem kynnt skulu í fundarboði. Kosin skal stjórn fyrir félagið. Á aðalfundi skal kjósa tvo fulltrúa úr hópi félagsmanna í Skólaráð til tveggja ára og jafnmarga til vara.

5.gr. Á námskynningum í upphafi skólaárs skal velja bekkjarfulltrúa úr hópi félagsmanna og skulu þeir vera að lágmarki fjórir í hverjum árgangi. Hlutverk þeirra er að stuðla að auknu samstarfi foreldra og nemenda, skipuleggja félagsstarf og treysta samband heimilis og skóla innan hvers árgangs. Bekkjarfulltrúar mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins. Stjórn félagsins setur bekkjarfulltrúum starfsreglur.

6.gr. Stjórn foreldrafélagsins hefur hvorki afskipti af né tekur afstöðu til vandamála eða ágreinings sem upp kann að koma milli einstakra foreldra og starfsmanna skólans.

7.gr. Breytingar á starfsreglum þessum eru einungis heimilar á aðalfundi.

Samþykkt 1. október 2015

Sjá nánar í starfsáætlun

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir úr starfi

Sumarkveðja

Starfsfólk Fossvogsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Skrifstofa skólans lokar föstudaginn 21. júní kl. 12:00 á hádegi og opnar á ný miðvikudaginn 7. ágúst. Skólinn…

Nánar