Skip to content

Leyfi nemenda

Foreldrar geta fengið leyfi fyrir börn sín í tvo daga með því að hafa samband við ritara eða umsjónarkennara. Ef foreldrar þurfa að sækja um leyfi fyrir börn sín lengur en tvo daga þarf að fylla út eyðublað.  Áður en eyðublaðinu er skilað til ritara þurfa foreldrar að hafa haft samband við umjónarkennara vegna námstilhögunar meðan á leyfi stendur. Öll röskun á námi nemandans sem hlýst af umbeðnu leyfi er á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Eyðublaðinu er síðan hægt skila til ritara með því t.d. að skanna það og senda, foreldrar komi sjálfir með eyðublaðið eða sendi börn sín með það í skólann.