Skólasetning Fossvogsskóla 22. ágúst

Kæru foreldrar og nemendur

Nú styttist í skólabyrjun. Skólasetning Fossvogsskóla skólaárið 2018 - 2019 verður miðvikudaginn 22. ágúst kl. 10:30 hjá 1. - 7. bekk og fer fram utandyra við aðalinngang skólans. Að skólasetningu lokinni fylgja foreldrar og nemendur umsjónarkennurum inn á heimasvæði nemenda þar sem stundatöflur eru kynntar ásamt helstu áherslum í skólastarfi komandi vetrar.

Við viljum vekja athygli foreldra á þeirri nýbreytni að Reykjavíkurborg kostar ritföng nemenda sem verða til afnota í skólanum.

Einnig minnum við á nýjan tímaramma stundatöflu. Skólinn opnar kl. 8:00 á morgnana og stuðningsfulltrúar taka á móti nemendum sem fara inn á heimasvæði sín þar til kennsla hefst kl. 8:30. Hefðbundin morgunstund fellur niður en nemendur verða hvattir til að nota tímann til yndislesturs þar til kennsla hefst.

Kennsla hefst kl. 8:30 hjá 1. – 7. bekk.

Kennslu lýkur kl. 13:40 hjá nemendum í 1. – 4. bekk og þá hefst frístundastarfið í Neðstalandi hjá nemendum sem þar eru skráðir, aðrir nemendur fara heim.

Kennslu lýkur kl. 14:20 hjá nemendum í 5. – 7. bekk.

Prenta | Netfang