Skip to content
06 okt'22

Regnbogavottun

Fossvogsskóli hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem hinseginvænn vinnustaður. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. Vottunin er hluti af því að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar. Allar starfsstöðvar Reykjavíkurborgar geta óskað eftir að fá Regnbogavottun.…

Nánar
08 ágú'22

Skólasetning

Kæru foreldrar Við hlökkum mikið til samstarfsins í vetur og það verður sérstaklega gaman að kynnast fjölmörgum nýjum nemendum. Fossvogsskóli verður settur á mánudag, annars vegar í Austurlandi og hins vegar í Vesturlandi á eftirfarandi tímum: Í AUSTURLANDI:1. bekkur kl. 8:302. bekkur kl. 9:003. bekkur kl. 9:304. bekkur kl. 10:00 Í VESTURLANDI:5. bekkur kl. 10:306.…

Nánar
29 jún'22

Sumarfrí

Skrifstofa skólans er komin í sumarfrí fram yfir verslunarmannahelgi. Fyrsti skóladagur haustsins verður mánudagurinn 22. ágúst og munum við senda tímasetningar í byrjun ágúst. Hafið það gott í sumar, við sjáumst endurnærð í ágúst 😊

Nánar
02 jún'22

Niðurstöður kannana

Samstarf við foreldra er gríðarlega mikilvægt fyrir gott skólastarf. Hér er upptaka frá fundi um niðurstöður kannana meðal nemenda og starfsmanna Fossvogsskóla.  Við hvetjum ykkur til að senda okkur spurningar eða ábendingar og svo höldum við virku samtali áfram í haust.

Nánar
25 maí'22

Glærur frá upplýsingafundinum 24. maí.

Við héldum, í samvinnu við framkvæmdasvið borgarinnar (USK) og skóla- og frístundasvið (SFS), upplýsingafund fyrir foreldra og starfsmenn Fossvogsskóla í Bústaðakirkju þriðjudaginn 24. maí. Á fundinum voru einnig fulltrúar frá verkfræðistofunni Eflu og var tilgangur fundarins að fara yfir tímaáætlun framkvæmda í skólanum og skólastarfið í haust. Hér má sjá kynninguna frá fundinum

Nánar
24 maí'22

Fossvogsskóli á Facebook

Fossvogsskóli er mættur á Fossvogsskóli Reykjavík | Facebook endilega bætið skólanum í vinahópinn því við ætlum að vera dugleg að koma skilaboðum á framfæri á þessum miðli líka.

Nánar
24 maí'22

Truc Diem fékk nemendaverðlaunin

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar veitir árlega verðlaun til grunnskólanema í Reykjavík og er einum nemanda úr hverjum skóla veitt viðurkenning.Markmið nemendaverðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram í námi, félagsstarfi eða í skapandi starfi. Að þessu sinni fékk Truc Diem Vuong í 7. bekk verðlaunin fyrir brennandi áhuga á listsköpun…

Nánar
25 apr'22

GLEÐILEGT SUMAR!

Veturinn var kvaddur með tveimur uppbrotsdögum fyrir páska. Fimmtudaginn 7. apríl var heilsuefling á skólalóðinni í Fossvoginum í sólríku veðri. Þar var m.a. dansað, stígvélakast, pokahlaup, reipitog, pókó, ratleikur og skutlukeppni. Þá sá foreldrafélagið um að allir fengu pylsur, ávexti og safa. Föstudaginn 8. apríl var svo furðufatadagurinn haldinn í Korpu þar sem hægt var…

Nánar
01 apr'22

Leikskólabörn í heimsókn

Það var sérlega ánægjulegt að fá verðandi fyrstu bekkinga í fyrstu heimsóknina í Fossvogsskóla. Elstu börnin af Furuskógum og Kvistaborg komu í heimsókn á skólalóðina fimmtudaginn 31. mars og sungu nokkur vel valin Ladda-lög fyrir nemendur í 1. – 4. bekk á battóvellinum. Við hlökkum mikið til að taka á móti þessum flottu börnum í…

Nánar
31 mar'22

Stóra upplestrarkeppninni

Glæsilegir fulltrúar Þau Vigdís Lóa og Hannes Guðni í 7. bekk stóðu sig einstaklega vel í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Grensáskirkju miðvikudaginn 30. mars. Við erum ákaflega stolt af þeim fyrir hugrekki og fallegan upplestur. Sigurvegarinn kom að þessu sinni frá Vogaskóla og óskum við honum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Nánar