GLEÐILEGT SUMAR!
Veturinn var kvaddur með tveimur uppbrotsdögum fyrir páska. Fimmtudaginn 7. apríl var heilsuefling á skólalóðinni í Fossvoginum í sólríku veðri. Þar var m.a. dansað, stígvélakast, pokahlaup, reipitog, pókó, ratleikur og skutlukeppni. Þá sá foreldrafélagið um að allir fengu pylsur, ávexti og safa. Föstudaginn 8. apríl var svo furðufatadagurinn haldinn í Korpu þar sem hægt var…
NánarLeikskólabörn í heimsókn
Það var sérlega ánægjulegt að fá verðandi fyrstu bekkinga í fyrstu heimsóknina í Fossvogsskóla. Elstu börnin af Furuskógum og Kvistaborg komu í heimsókn á skólalóðina fimmtudaginn 31. mars og sungu nokkur vel valin Ladda-lög fyrir nemendur í 1. – 4. bekk á battóvellinum. Við hlökkum mikið til að taka á móti þessum flottu börnum í…
NánarStóra upplestrarkeppninni
Glæsilegir fulltrúar Þau Vigdís Lóa og Hannes Guðni í 7. bekk stóðu sig einstaklega vel í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Grensáskirkju miðvikudaginn 30. mars. Við erum ákaflega stolt af þeim fyrir hugrekki og fallegan upplestur. Sigurvegarinn kom að þessu sinni frá Vogaskóla og óskum við honum innilega til hamingju með frábæran árangur.
NánarUppeldi til ábyrgðar
Starfsfólk Fossvogsskóla fékk frábæra fræðslu frá Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur skólastjóra Ingunnarskóla um stefnuna Uppeldi til ábyrgðar. Hér má kynna sér allt um stefnuna https://uppbygging.is/.
NánarÖskudagur
Á öskudag var mikið húllumhæ hér í Fossvogsskóla, nemendur skemmtu sér í hinum ýmsu verkefnum. Dagurinn var óhefðbundinn í alla staði, þau völdu sér stöðvar þar sem í boði var m.a. að slá köttinn úr tunnunni, spila, bingó, leikbrúðugerð, danspartý, hreyfileikir, Osmó, andlitsmálning, listasmiðja o.fl. og fengu svo hamborgara í matinn. Gleðin var við völd…
NánarÁsta Margrét og Hilmir hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins
Ásta Margrét M. Árnadóttir í 6. bekk og Hilmir Pálsson í 3. bekk hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins sem veitt voru í fimmtánda sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu mánudaginn 21. febrúar. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli.…
NánarVetrarleyfi
Vetrarleyfi verður fimmtudaginn 17. feb. og föstudaginn 18. feb. og fellur kennsla niður þessa tvo daga.
NánarEyland
Samkeppni um nafn á litla skólanum okkar hér í Fossvogsdal er lokið. Þónokkur nöfn bárust og var kosið milli nafna. Þeir sem höfðu kostningarétt voru nemendur, foreldrar og starfsfólk. Nafnið sem bar sigur úr bítum var Eyland sem Systa kennari stakk upp á. Hafdís skólastjóri afhenti Systu fallegan fugl í þakklætisvott. Takk fyrir þetta flotta…
NánarSkipulagsdagur og foreldradagur
Mánudaginn 24. janúar er skipulagsdagur í skólanum. Föstudaginn 4. febrúar er foreldradagur í skólanum.
Nánar