Skip to content
04 des'20

Myrkvi, Þruma og Skuggi

Viðurkenningu fyrir nafnatillögur á pöndubangsana okkar á skólasafninu fengu: Markús Bragi í 2. bekk fyrir nafnið Myrkvi. Tindra Gná fyrir nafnið Þruma. Katrín Edda í 4. bekk fyrir nafnið Skuggi. Dómnefnd skipuðu Árni Freyr, Friðgeir og Ragnhildur

Nánar
01 des'20

1. desember

Þann 1.desember ár hvert er hefð fyrir því að starfsfólk Fossvogsskóla klæðist þjóðlegum fatnaði og þeir sem hafa tök á klæðast gjarnan þjóðbúningi.  Í dag var engin undantekning þar á og hér má sjá fjóra starfsmenn skólans á búningi, konurnar á 19.aldar upphlut og karlinn á karlbúningi.  Í tilefni dagsins hlýddu nemendur á kynningu á…

Nánar
27 nóv'20

Smásagnasamkeppni Kennarasambands Íslands 2020

Ísabella Kristín í 7. bekk fékk verðlaun fyrir smásögu sína Gulu stígvélin. Söguna skrifaði hún í ritsmiðju – UT á skólasafni núna á haustdögum í tilefni Alþjóðadags kennara 5. október. Til hamingju Ísabella Kristín.

Nánar
30 okt'20

Ragnhildur bókavörður

Þetta er hún Ragnhildur bókavörður hún fór á stjá í morgun með bókavagninn sinn um skólann og lánaði bækur í tilefni dagsinns.

Nánar
30 okt'20

Samsöngur 29. okt.

Samsöngur í Vesturlandi og krakkarnir voru til fyrirmyndar. Þar voru tekin nokkur lög, skólasöngurinn Vertu til, Believer og lögðin úr myndinni Eurovision myndinni góðu, Húsavík og Jæja Ding Dong með splunkunýjum íslenskum texta eftir söngkonuna Guðrúnu Árnýju. Hér má sjá ,, Jæja Ding Dong – Skólabragur“  með til gamans.

Nánar
01 okt'20

Göngum í skólann

Göngum í skólann verkefnið var samþætt með stærðfræði í 1. bekk. Við unnum með  stærðfræði hugtökin talnastrik og súlurit. Eftir talningar vikunnar lögðum við saman öll talnastrikin og fengum niðurstöður. Við létum ekki staðar numið þar heldur tókum niðurstöðu tölurnar og skoðuðum hvað þær væru miklir peningar.   Verkefni þetta tókst vel og nemendur áhugasamir því…

Nánar
21 sep'20

Útinámið fer vel af stað í haust

Allir árgangar skólans eru nú með útinám fast í sinni stundartöflu. Þá færist nám nemenda út fyrir hina hefðbundnu skólastofu. Haustið hefur einkennst af leikjum, stöðvavinnu og mikilli gleði meðal nemenda. Í útináminu er samþætting námsgreina lykillinn og áhersla á hreyfingu, útiveru og samvinnu meðal nemenda. Nemendur þurfa að koma vel klæddir (alla daga auðvitað)…

Nánar
09 sep'20

Skóladagatal 2020-2021

Vinsamlega athugið, Sótt hefur verið um leyfi til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar til að hliðra skipulagsdegi sem merktur er í skóladagatali miðvikudaginn 30. september til þriðjudagsins 6. október. Beiðni skólaráðs samþykkt af sviðstjóra skóla- og frístundasviðs.Nýtt og uppfært skóladagatal Kærar kveðjur,stjórnendur Fossvogsskóla  

Nánar
13 ágú'20

Skólasetning mánudaginn 24. ágúst

Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst.  Að þessu sinni verður skólasetning með óhefðbundnum hætti vegna COVID – 19 ráðstafanna.  Skólasetning verður úti í gryfju sunnan megin við skólann.  Venja hefur verið að foreldrar fylgi börnum sínum á skólasetningu. Vegna aðstæðna nú biðjum við foreldra að takmarka fylgd með börnunum og virða almennar sóttvarnir.       Skólasetning verður á…

Nánar