Skip to content
12 mar'21

Foreldraheimsóknir

Á mánudag og þriðjudag í komandi viku, 15. og 16. mars á milli kl. 17:00 og 19:00 stendur ykkur til boða að koma í heimsókn í skólann. Tilgangurinn er að þið fáið tækifæri til að koma inn í skólahúsnæðið og skoða það með eigin augum. Heimsókn ykkar verður því miður háð takmörkunum á þeim sóttvarnareglum…

Nánar
12 mar'21

Brunaæfing

Í morgun vorum við með þrenns konar öryggisæfingar fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Fyrst var æfing í viðbrögðum við jarðskjálfta. Því næst æfing í viðbrögðum við hugsanlegri eldhættu og að lokum var brunaæfing. Óhætt er að segja að nemendur hafi allir staðið sig með sóma og farið eftir því sem lagt var upp með; undir…

Nánar
12 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin

Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2021 fór fram í  Fossvogsskóla fimmtudaginn 11. mars. Daði Freyr og Valgerður Elín verða fulltrúar Fossvogsskóla og til vara verður Eldlilja. Aðalkeppnin fer fram 23. mars í Grensáskirkju. Sjá nánar um keppnina hér

Nánar
12 feb'21

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

Kæru foreldrar, Í komandi viku mæta að venju þeir bræður bolludagur, sprengidagur og öskudagur til leiks. –        Á bolludag mega nemendur koma með bollu í nesti. –        Á sprengidag bjóðum við nemendum upp á saltkjöt og baunir í hádegismat. –        Og, á öskudag, sem er samkvæmt skóladagatali skertur nemendadagur, mega nemendur koma í búningum og…

Nánar