Skip to content

GLEÐILEGT SUMAR!

Veturinn var kvaddur með tveimur uppbrotsdögum fyrir páska. Fimmtudaginn 7. apríl var heilsuefling á skólalóðinni í Fossvoginum í sólríku veðri. Þar var m.a. dansað, stígvélakast, pokahlaup, reipitog, pókó, ratleikur og skutlukeppni. Þá sá foreldrafélagið um að allir fengu pylsur, ávexti og safa. Föstudaginn 8. apríl var svo furðufatadagurinn haldinn í Korpu þar sem hægt var að velja fjölbreyttar stöðvar, 7. bekkur sá um að selja veitingar og söfnuðu í leiðinni fyrir vorferð og hápunkturinn var hæfileikakeppnin Fossó hæf. Atriðin voru fjölbreytt og skemmtileg og svo fór að flottir strákar úr 6. bekk fóru með sigurinn í jafnri keppni.