Skip to content

Göngum í skólann

Göngum í skólann verkefnið var samþætt með stærðfræði í 1. bekk. Við unnum með  stærðfræði hugtökin talnastrik og súlurit. Eftir talningar vikunnar lögðum við saman öll talnastrikin og fengum niðurstöður. Við létum ekki staðar numið þar heldur tókum niðurstöðu tölurnar og skoðuðum hvað þær væru miklir peningar.   Verkefni þetta tókst vel og nemendur áhugasamir því við gátum tengt það við námsefnið þeirra.