Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins afhent í Hörpu

í bókmenntaborginni Reykjavík árið 2019 á degi íslenskrar tungu

Laugardaginn 16. nóvember fór fram í Norðurljósasal Hörpu afhending á íslenskuverðlaunum unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. Þetta var í 13. sinn sem verðlaunin eru afhent. Hver grunnskóli í borginni má tilnefna einn nemanda á hverju skólastigi sem hann kennir. Hjá okkur í Fossvogsskóla hefur skapast sú hefð að umsjónarkennarar í 3. og 6. bekk tilnefna einn nemanda úr sínum námshópum til að vera fulltrúar skólans á þessari verðlaunaafhendingu. Í þetta sinn voru þau tilnefnd fyrir hönd Fossvogsskóla:

  • Lóa Gísladóttir í 3. bekk fyrir að hafa bætt lestrargetu sína jafn og þétt, lesa mikið og standa sig sérstaklega vel í námi.
  • Þorsteinn Snæland í 6. bekk fyrir að vera afar fær í töluðu og rituðu máli, sama hvort um era að ræða stafsetningu, málfræði, ljóðagerð eða ritun.

Verðlaunafhendingin var falleg og hátíðleg. Skúli Helgason formaður Skóla- og frístundaráðs flutti ávarp og ræddi að fram til þessa dags hefðu um 800 grunnskólanemar og hópar í borginni fengið viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir hæfni í íslensku máli. Þessum verðlaunum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í borginni á íslenskri tungu og hvetja þá og aðra til framfara í tjáningu á töluðu og rituðu máli. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er verndari íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík.

Fossvogsskóli óskar þeim Lóu og Þorsteini innilega til hamingju með verðlaunin á sama tíma og hann hvetur þau og alla aðra nemendur skólans til að halda áfram að huga að íslenskunni; sem er fjársjóður sem við sem þjóð búum öll yfir.