Skip to content

Lestrarstefna Fossvogsskóla 2016

 

Almennt er litið á lestur sem lykil að öllu námi og nauðsynlega undirstöðu ævináms. Markmið lestrarstefnu Fossvogsskóla er að skýra og lýsa lestrar-kennslu skólans og varpa sýn á lesskimanir sem lagðar eru fyrir nemendur. Í Lestrarstefnu fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar (2012) er bent á að nauðsynlegt sé að vekja áhuga nemenda á lestri á öllum skólastigum og að honum verði að viðhalda allan grunnskólann. Fossvogsskóli hefur þessi orð að leiðarljósi í sinni lestrarstefnu.

Læsi og lestur eru nátengd hugtök sem skilja má vítt og þröngt. Ef litið er þröngt á hugtakið má segja að [H]efðbundið læsi tengist kunnáttu og færni sem fólk þarfnast til þess að geta fært hugsun sína í letur og skilið prentaðan texta (Stefán Jökulsson, 2012). Þetta er sú skilgreining sem höfð verður að leiðarljósi hér. Almennt er litið svo á að einstaklingur hafi náð tökum á lestri þegar hann býr bæði yfir lestarfærni og lesskilningi. Lestur felur það í sér að lesari þekki tákn allra bókstafa og umskrái þau sjálfvirkt í hljóð sem tengjast saman í orð. Lestrarfærnin felur í sér að umskráning lesarans sé leifturhröð og að lesið sé af öryggi. Lesskilningur er aftur á móti virkt ferli sem þarfnast meðvitaðrar og ígrundaðrar gagnvirkni á milli lesara og texta (National Reading Panel, 2000) viðstöðulaust á meðan lesið er.

Hér að neðan er að finna ramma um lestur og lestrarkennslu fyrir hvern árgang Fossvogsskóla. Ramminn er tvívíður og felur annars vegar í sér ábendingar um markmið, viðmið um árangur, kennsluaðferðir og matstæki við lestrarkennslu. Hins vegar felur hann í sér ábendingar um hraða, leikni, skilning og námsmat lesturs í hverjum árgangi skólans. Þá má sjá í honum á hvaða stigum náms lesskimanir eru lagðar fyrir. Ramminn er þannig uppbyggður að barnið  verði ...

 

… fært um að auka smám saman mátt sinn til að skynja og túlka stærri og stærri heildir af lesmálinu, orð í setningar og setningar í lesmál, með hraða sem því hentar ... [og] læri að vinna óstutt, útaf fyrir sig að lestrinum (Ísak Jónsson, e.d, bls. 50). 

 

Lestrarstefna Fossvogsskóla er því hvort tveggja í senn rammi um lestrarkennslu og aðgerðaáætlun fyrir öll börn  skólans.

Mikilvægt er að benda á að allt starf í grunnskóla byggir á náinni samvinnu heimilis og skóla um heill barnsins. Foreldrar eru því lykill að öllu námi barna sinna og þar er lestur enginn undantekning. Hlutverk foreldra er því að vera leiðandi í lestri barnanna og að vera þeim öflugar fyrirmyndir. Þá er hvatning þeirra og stuðningur við allt nám barnanna afar mikilvæg. 

Á sama hátt og foreldrar eru leiðandi fyrirmyndir í lestri fyrir börnin þurfa kennarar skólans líka að vera það. Því er mikilvægt að þeir lesi fjölbreytilegan texta upphátt fyrir nemendur. Hér má nefna nestissögur, fræðilegan texta og texta sem tengist sérgreinum. Upplestur kennaranna þjálfar þannig hlustunarskilning nemenda um leið og þeir eru lestrarfyrirmyndir. Þá er notalegt fyrir nemendur að kennarar lesi bækur í hljóði á sama tíma og þeir eru í yndislestri.

Almennt er litið svo á að nám barna skuli vera samfellt frá leikskóla til framhaldsskóla. Til að ná fram sem bestri samfellu á milli skólastiganna í lestri  hefur Fossvogsskóli verið í samstarfi við leikskólana í hverfinu og Réttarholtsskóla sem tekur við nemendum að loknu námi hér. Leikskólarnir Kvistaborg og Furuskógur (Furuborg og Skógarborg) komu með gagnlegar ábendingar um það hvernig við getum sem best mætt nemendum þegar þeir koma hingað. Þá var ómetanlegt að heyra hvaða áherslur Réttarholtsskóli vill að séu skerptar áður en nemendur okkar koma þangað. Með samvinnu sem þessari verður samfellan í námi barnanna á milli skólastiga best tryggð.

Á það skal bent að plagg þetta felur eingöngu í sér lestrarstefnu skólans. Lestur er eitt af lykilhugtökum læsis og því er einungis horft til hans hér. Þá tekur lestrarstefnan mið af ábendingum leikskólanna um hvar skal byrjað þegar nemendur hefja nám í grunnskóla og væntingum Réttarholtsskóla um hvar börnin standi þegar þau fara héðan.

 

Lestur og aðrar námsgreinar í Fossvogsskóla

Bókasafn: Lesa blöð og bækur sér til gagns og yndis - afla sér þekkingar í fræðibókum og af netinu – kunna að velja og meta gagn upplýsinga sem sóttar eru.

 Danska: Lesa einfaldan danskan texta – lesa einfaldar leiðbeiningar á íslensku og dönsku. Finna merkingu orða í dansk - íslenskri orðabók.

 Enska: Lesa einfaldan enskan texta – lesa einfaldar leiðbeiningar á íslensku og ensku. Finna merkingu orða í ensk - íslenskri orðabók.

 Handmennt: Lesa og fylgja uppskriftum og leiðbeiningum um gerð einstakra listaverka.

 Heimilisfræði: Lesa og fylgja uppskriftum um gerð einstakra matar- og kökuuppskrifta.

 Hönnun og smíðar: Lesa og fylgja fyrirmælum um gerð einstakra listaverka.

 Íslenska: Lesa sögur, ljóð og lengri texta – lesa fyrirmæli og útskýringar – finna merkingu orða í orðabókum.

 Íþróttir: Lesa og fylgja einföldum æfingum.

Myndmennt: Lesa í myndir – lesa um listamenn – lesa fyrirmæli um gerð einstakra listaverka.

 Náttúruvísindi: Lesa um eðli hluta og efni þeirra. Lesa útskýringar, leiðbeiningar og fyrirmæli. Lesa í umhverfið.

 Samfélagsgreinar: Lesa um sögu og landafræði ólíkra menningarheima – lesa útskýringar, leiðbeiningar og fyrirmæli.

 Stærðfræði: Lesa tölur – lesa orðadæmi – lesa leiðbeiningar um stærðfræði og lesa í tölur.

Tónmennt: Lesa nótur – lesa og syngja fjölbreytileg ljóð.

Upplýsingatækni: Lesa og leita sér upplýsinga á tölvutæku formi – lesa blaðagreinar og bækur af netinu – kunna að velja og meta gagn upplýsinga sem sóttar eru.

 

 1. bekkur

Markmið - efnisþættir - inntak

Viðmið um árangur

Kennsluaðferðir og skipulag

Matstæki og aðferðir

Hraði

 

 

 

 - Hægur lestur frá einum staf til annars, frá samstöfum til samstafa og orði til orðs.

- Lestur fyrir nemendur sem hafa grunnfærni.

- Raddlestur 10 - 60 atkvæði/mínútu.

- Raddlestur heima og í skóla.

- Hljóðlestur heima og í skóla.

- Lestrarátak heima.

- Raddlestrarpróf; bókstafaþekking og einfaldur lestur kannaður þrisvar á skólaári; í september  janúar og maí. Sami aðili sér um fyrirlagnir.

Tækni og leikni

 

 

 

- Vinna með bókstafi og hljóð þeirra/umkóðun.

- Tenging bókstafa og hljóða í orð.

- Lestur í sinni einföldustu mynd, bókstaf fyrir bókstaf, atkvæði fyrir atkvæði, samstöfur og orð.

- Lestur texta sem er einstaklingsmiðaður.

- Lestur algengra orðmynda.

- Geta raðað í og þekkt stafrófsröð.

- Geta lesið úr táknum og myndrænu efni.

- Geta unnið með hugtakakort.

- Þekkir alla bókstafi og hljóð þeirra.

- Tengir tvö eða fleiri hljóð saman í orð.

- Þekkir orðmyndir nokkurra algengra orða.

- Les einfaldan texta.

 

- Byrjendalæsi

- Markviss málörvun; hlustun, rím, vinna með stöðu hljóða í orðum.

- Lestur eigin texta.

- PALS (pör að læra saman).

- Heimalestur daglega í að lágmarki 15 mínútur upphátt. Sama texta þarf lesa tvisvar til þrisvar sinnum til að byggja upp orðasafn hugans

- Lesferill í október.

- Lesferill, eftirfylgnipróf fyrir einstaka nemendur.

- Læsi í apríl.

 

 

 

 

Skilningur og viðhorf

 

 

 

- Skilningur á orðum og einföldum málsgreinum.

- Skilningur á samhengi í lesnum texta.

- Skilningur á lesmáli sem styður myndir.

- Áhugi á texta í

umhverfinu.

- Forspá texta.

- Bækur valdar af áhuga.

- Ánægja af lestri.

- Vitund um eigin lestrarfærni.

- Parar mynd og orð og/eða setningar.

- Endursegir stuttan texta.

- Sækir í og velur bækur

eftir áhugasviði.

- Umræður um efni texta.

- Nemandi segir, les og skrifar sögur.

- Kennari les fyrir nemendur.

- Skólabókasafn; yndislestur.

- Vinnubækur.

- Önnur verkefni tengd lesnum texta.

 

Önnur atriði

 

 

 

- Nemandi sem er læs við upphaf skólagöngu á rétt á lestrarkennslu og námsefni við hæfi.

- Aukinn orðaforði.

- Stigvaxandi færni í lestri metin.

- Stuðningur í lestri fyrir nemendur sem á þurfa að halda.

- Foreldrum kynntar kennsluaðferðir skólans í lestri við upphaf skólagöngu.

- Foreldrar hvattir til að lesa fyrir og með barni.

- Markviss skráning umsjónarkennara og sérkennara á framförum í lestri og lesskilningi.

- Mat á lestrarhæfni allra nemenda.

(Rósa Eggertsdóttir, 1998, bls. 10)

 

 

 1. bekkur

Markmið - efnisþættir - inntak

Viðmið um árangur

Kennsluaðferðir og skipulag

Matstæki og aðferðir

Hraði

 

 

 

- Lestrarfærni og leshraði og aukin.

- Raddlestur 50 - 110 atkvæði/mínútu.

 

- Raddlestur heima og í skóla.

- Hljóðlestur heima og í skóla.

- Hraðlestrarátak.

- Raddlestrarpróf fyrir alla nemendur, þrisvar á skólaári; í september  janúar og maí. Sami aðili sér um fyrirlagnir.

Tækni og leikni

 

 

 

- Geti beitt aðferðum við umskráningu hljóða og stafa þannig að lestur verði lipur og skýr.

- Þekki algengar orðmyndir.

- Lesi ævintýri, sögur og ljóð ætluð börnum.

- Yndislestur.

- Geti raðað í stafrófsröð og skilið notagildi þess við leit og skipulag.

- Kynning á gagnvirkum lestri út frá forspárgildi.

 

- Les fyrirstöðulítið  texta við getu og hæfi.

- Hljóðgreinir orð.

- Greinir mun á einföldum og tvöföldum samhljóða.

- Les algengustu

samhljóðasamböndin.

- Þekkir greinamerkin punkt og kommu.

- Nemur staðar við punkt í upplestri.

- Les úr súluritum.

- Velur sér bækur af áhuga.

- Þekkir bókatitla og rithöfunda.

 

- Byrjendalæsi.

- Heildarlestur.

- PALS (pör að læra saman).

- Algengar orðmyndir.

- Lestur mismunandi texta.

- Munnleg og myndræn hljóðgreiningarverkefni.

- Lestur súlurita æfður.

- Málörvunarleikir og lestrartengd verkefni.

- Orðum raðað í málsgreinar.

- Lestrarspil.

- Heimalestur daglega í að lágmarki 15 mínútur upphátt. Lesa tvisvar til þrisvar sinnum sama texta til að byggja upp orðasafn hugans.

- Lesferill, stutt eftirfylgnipróf fyrir nemendur sem þess þurfa – lögð fyrir af sérkennara.

Læsi – lestrarskimun að hausti og vori.

Skilningur og viðhorf

 

 

 

- Ánægja af lestri.

- Les fyrirmæli og fylgir þeim.

- Forspá texta.

- Skilningur á lesnu efni, bæði afþreyingarefni og fræðandi efni.

- Vitund um eigin lestrarfærni.

 

- Finnur upplýsingar í texta.

- Endursegir lesið efni.

- Svarar munnlega spurningum úr lesnu efni.

- Umræða um efni texta.

- Texti saminn út frá mynd.

- Myndagerð eftir lestur.

- Lesskilningsverkefni.

- Samdar spurningar úr lesnum texta.

- Umræður um lesinn texta.

- Skólabókasafn.

- Nemendur lesa eigin sögur.

- Sögustund.

- Algengstu orð lærð utanbókar.

-Lesmál, mat á lestri og réttritun. Lagt fyrir í apríl (er í skoðun).

Önnur atriði

 

 

 

- Nemandi sem er læs við upphaf skólagöngu á rétt á lestrarkennslu og námsefni við hæfi.

- Aukinn orðaforði.

- Stigvaxandi færni í lestri metin.

- Stuðningur í lestri fyrir nemendur sem á þurfa að halda.

- Endursögn bókstafa fyrir einstaka nemanda.

- Foreldrum kynntar kennsluaðferðir skólans í lestri.

- Foreldrar hvattir til að lesa fyrir og með barni.

- Markviss skráning umsjónarkennara og sérkennara á framförum í lestri og lesskilningi.

- Mat á lestrarhæfni allra nemenda.

(Rósa Eggertsdóttir, 1998, bls. 11)

 

 

 1. bekkur

Markmið-efnisþættir - inntak

Viðmið um árangur

Kennsluaðferðir og skipulag

Matstæki og aðferðir

Hraði

 

 

 

- Leshraði og lestrarfærni aukin.

- Raddlestur 90 – 150

 atkvæði/mínútu.

 

- Raddlestur í skóla og heima.

- Hljóðlestur í skóla og heima.

- Hraðlestrarátak.

- Raddlestrarpróf fyrir alla nemendur, þrisvar á skólaári; í september  janúar og maí. Sami aðili sér um fyrirlagnir.

- Hraðapróf, hljóðlestur.

Tækni og leikni

 

 

 

- Lestur. samhljóðasambanda.

- Nákvæmnislestur.

- Hljóðlestur.

- Kunnátta á íslenska  stafrófinu.

- Einfaldur - tvöfaldur samhljóði.

- Sundurgreining líkra hljóða (f/v, d/t, b/p, g/k).

- Lestur tekur mið af greinamerkjum.

- Endursögn lesins texta.

- Lestur eigin texta.

- Lestur myndrita.

- Bækur valdar af áhuga.

 

- Les fyrirstöðulaust aldurssvarandi texta sem lagður er fyrir.

- Les miðað við greinamerki.

-Tengir hljóðlíka bókstafi rétt.

- Umorðar merkingu súlurita.

- Einföld súlurit samin.

- Fer rétt með stafrófið, munnlega og skriflega.

- Leysir léttar krossglímur.

- Þekkir bókatitla og nokkra rithöfunda.

- Lestur ólíkra texta.

- Lestrarspil.

- Framsögn.

- Málörvunarleikir.

- Munnleg og myndræn

hljóðgreiningarverkefni.

- Algeng orð lærð utanbókar.

- Heildarlestur.

- Krossglímur.

- PALS (pör að læra saman).

- Algengstu orð lærð utanbókar.

- Heimalestur daglega í að lágmarki 15 mínútur upphátt. Sama texta þarf lesa tvisvar til þrisvar sinnum til að byggja upp orðasafn hugans.

- LOGOS – lestrarskimun, í febrúar.

- Orðalykill; að hausti og vori.

Skilningur og viðhorf

 

 

 

- Lestur til ánægju.

- Skilningur á lesnu efni, bæði afþreyingarefni og fræðandi efni.

- Forspá um fræðilegt efni.

- Vitund um eigin lestrarfærni.

- Forspá um efni.

- Spyr spurninga úr efnisgreinum.

- Dregur aðalatriði út úr einföldum texta, bæði munnlega og skriflega.

- Skólabókasafn.

 

- Byrjunarskref ,,Gagnvirks lestrar".

- Markviss lestur bóka af skólabókasafni.

- Bóka- og lestrarormur.

- Spurningum úr texta svarað.

-Rætt um efni texta.

- Nemandi segir og skrifar sögur og les eigin verk.

- Kennari les fyrir nemendur.

- Orðarún;  lesskilningskönnun að hausti og vori.

 

Önnur atriði

 

 

 

- Nemandi sem er læs við upphaf skólagöngu á rétt á lestrarkennslu og námsefni við hæfi.

- Aukinn orðaforði.

- Stigvaxandi færni í lestri metin.

- Stuðningur í lestri fyrir nemendur sem á þurfa að halda.

- Foreldrum kynntar kennsluaðferðir skólans í lestri.

- Foreldrar hvattir til að lesa fyrir og með barni.

- Markviss skráning umsjónarkennara og sérkennara á framförum í lestri og lesskilningi.

- Mat á lestrarhæfni allra nemenda.

(Rósa Eggertsdóttir, 1998, bls. 12)

 

 1. bekkur

Markmið - efnisþættir - inntak

Viðmið um árangur

Kennsluaðferðir og skipulag

Matstæki og aðferðir

Hraði

 

 

 

- Leshraði og lestrarfærni aukin.

- Raddlestur 130 - 190 atkvæði/mínútu.

 

- Lestur daglega í skóla í hljóði og/eða upphátt, einstaklingslega eða í pörum, eftir skipulagi kennara.

- Heimalestur daglega.

- Hraðlestrarátak.

- Raddlestrarpróf fyrir alla nemendur, þrisvar á skólaári; í september  janúar og maí.

 

Tækni og leikni

 

 

 

- Raddlestur.

- Nákvæmnilestur.

- Yfirlitslestur.

- Lestur eigin texta.

- Lestur úr myndritum.

- Framsögn.

- Nýting orðabóka; leitarlestur.

- Nýting atriðis- og orðaskráa; leitarlestur.

- Yndislestur.

- Lestur lengri texta.

- Vitund um eigin lestrarfærni.

 

- Les skýrt upphátt.

- Les með tilliti til greinamerkja.

- Beitir hrynjanda í lestri með tilliti til efnis.

- Vitund um eigin lestrarfærni.

- Finnur orð í orðabók.

- Finnur efni eftir atriðisorðaskrá.

-  Útskýrir súlurit.

- Leysir léttar krossglímur.

 

- PALS (pör að læra saman).

- Lestrarátak Ævars.

- Lestur eigin texta.

- Framsögn.

- Orðabókarverkefni.

- Leikrit, ljóð og söngtextar lærðir og fluttir.

- Lestur inn á mynd- og hljóðband.

- Munnleg og myndræn hljóðgreiningarverkefni.

- Margbreytileg vinna með orð og orðhluta.

- Algengstu orð lærð utanbókar.

- Heimalestur daglega í að lágmarki 15 mínútur upphátt. Sama texta þarf lesa tvisvar til þrisvar sinnum til að byggja upp orðasafn hugans.

- Samræmd próf fyrir 4. bekk; 

hljóðlestur/hlustun og lesskilningur/ hlustunarskilningur.

- Orðalykill; að hausti og vori.

 

Skilningur og viðhorf

 

 

 

- Lestur mismunandi texta; þjóðsögur og ævintýri, sögur, fræðirit, bundið mál, dagblöð.

- Skilningur á lesnu efni, afþreyingarefni og fræðandi efni.

- Greining aðalatriða í texta.

- Endursögn.

- Yfirlitslestur.

- Lestur til ánægju.

- Lestur fyrirmæla, uppskrifta og orðadæma.

- Endursegir efni texta, munnlega og skriflega.

- Gerir grein fyrir aðalefni texta.

- Forspá um framhald efnis.

- Spyr spurninga úr efnisgreinum (PALS).

- Notar bókasafn til að afla þekkingar og dýpka skilning.

- Notar netmiðla til að afla þekkingar og dýpka skilning.

- Gagnvirkur lestur.

- Verkefni í námsbókum og á bókasafni.

- Unnið með málshætti og orðtök.

- Hlustað á sögur eða horft á myndir - umræður í kjölfarið.

- Lestrarleikir.

- Nestislestur kennara.

- Orðarún – lesskilningskönnun að hausti og vori.

 

Önnur atriði

 

 

 

- Orðaforði aukinn.

- Sértæk aðstoð fyrir einstaka nemendur.

- Nemendur í stuðningi fá aðstoð í prófum.

- Endursegir efni texta, munnlega og skriflega.

- Gerir grein fyrir aðalefni texta.

-  Forspá um framhald efnis.

- Spyr spurninga úr efnisgreinum.

- Notar bókasafn.

- Nýting hljóðbóka eftir þörfum.

- Foreldrum kynntar kennsluaðferðir skólans í lestri.

- Foreldrar hvattir til að lesa fyrir og með barni.

- Markviss skráning umsjónarkennara og sérkennara á framförum í lestri og lesskilningi.

- Mat á lestrarhæfni allra nemenda.

- Orðalykill – könnun að hausti og vori á orða-forða.

(Rósa Eggertsdóttir, 1998, bls. 13)

 

 1. bekkur

Markmið - efnisþættir - inntak

Viðmið um árangur- námsmat

Kennsluaðferðir og skipulag

Matstæki og aðferðir- námsmat

Hraði

 

 

 

- Leshraði og lestrarfærni aukin.

- Raddlestur 170 - 230 atkvæði á mínútu.

 

- Lestur daglega í hljóði  eða upphátt, einstaklingslega eða í pörum (PALS).

- Hraðlestrarátak

 

- Raddlestrarpróf fyrir alla nemendur, þrisvar á skólaári; í september  janúar og maí. Sami aðili sér um fyrirlagnir

 

Tækni og leikni

 

 

 

- Raddlestur, lestur eftir greinamerkjum.

- Vitund um eigin lestrarfærni.

- Lestur ólíkra texta.

- Nákvæmnislestur  -ítarlestur.

- Yfirlitslestur.

- Framsögn.

- Nýting orðabóka og uppflettirita.

- Notar bókasafn og netmiðla til að afla  upplýsinga, dýpka þekkingu og auka skilning.

 

- Beitir hrynjandi í lestri með tilliti til efnis.

- Les skýrt eftir greinamerkjum

- Notar orðabækur og uppflettirit

- Finnur staði á korti sbr. samfélagsfræði

- Finnur atriði eftir atriðisorðaskrá.

- Finnur efnisorð í almennum texta á skömmum tíma.

- Túlkar og semur myndrit.

- Leysir krossglímur

- Gerir grein fyrir eigin lestrarfærni

- PALS (pör að læra saman).

- Nemendur lesa upphátt (samlestur) í tengslum við:

*Orðabókarverkefni.

*Kortaverkefni.

*Dagbókarskrif og/eða önnur ritun (framsögn).

- Leikrit, ljóð og söngtextar lærðir og fluttir.

- Lestur á stafræna miðla.

- Ritvinnsla í tölvu.

- Krossglímur.

 

- Orðalykill; að hausti og vori.

Skilningur og viðhorf

 

 

 

- Skilningur á lesnu efni, afþreyingarefni og fræðandi efni.

- Endursögn efnis.

- Greining aðalatriða úr texta (sem er hluti af gagnvirkum lestri).

- Ályktanir dregnar af efni texta.

- Lestur til ánægju; yndislestur og heimalestur.

Nemandi:

- Les aldurssvarandi texta sér til gagns og ánægju, s.s námsefni, sögubækur, dagblöð, sjónvarpstexta

- Endursegir aðalatriði efnis.

- Gerir grein fyrir ályktunum.

- Spyr spurninga úr efni.

- Forspá um framhald efnis.

- Notar bókasafnið.

- Notar netmiðla.

- Mælir með bókum við aðra.

- Gagnvirkur lestur og KVL (Kann - Vil vita - hef Lært) út frá almennu námsefni.

- Frjáls ritun og lestur á eigin texta.

- Spurningar samdar úr eigin texta.

- Spurningar samdar úr lesnu efni.

- Spurningum svarað úr lesnu efni.

- Hlustað á sögur; upplestur nemenda og/eða kennara, hljóðsögur og umræður um efnið

Nestislestur kennara.

- Orðarún;  lesskilningskönnun. Lagt er upp með þrjár lesskilningskannanir á hvorri önn. Meðaltal þeirra gefur vísbendingar um; góðan, nokkuð góðan … lesskilning.

Önnur atriði

 

 

 

- Aukinn orðaforði

- Sértæk aðstoð fyrir einstaka nemanda

- Nemandi með sértæka erfiðleika fær aðstoð í prófum

- Nemandi sem ekki hefur náð 200 >180 atkv./mín. þarf aðstoð við að ná upp hraða í lestri.

 

- Nýting hljóðbóka og netmiðla eftir þörfum og verkefni frá kennara.

- Foreldrum kynntar valdar kennsluaðferðir við lestur á þessu stigi skólagöngu.

- Mat á lestrargetu - sértækir erfiðleikar.

- Markviss skráning umsjónarkennara og sérkennara á framförum í lestri og lesskilningi.

- Orðalykill; Könnun á orðaforða að hausti og vori.

 (Rósa Eggertsdóttir, 1998, bls. 14)

 

 1. bekkur

Markmið - efnisþættir - inntak

Viðmið um árangur

Kennsluaðferðir og skipulag

Matstæki og aðferðir

Hraði

 

 

 

- Leshraði og lestrarfærni aukin.

- Raddlestur 210 - 270 atkvæði á mínútu.

 

- Lestur daglega í skóla í hljóði og/eða upphátt, einstaklingslega eða í pörum, eftir skipulagi kennara.

- Hraðlestraræfingar.

- Hraðlestrarátak.

- Raddlestrarpróf  þrisvar á skólaárinu; í september,  janúar og maí. Sami aðili sér um fyrirlagnir.

 

Tækni og leikni

 

 

 

- Hljóðlestur.

- Ítarlestur.

- Yfirlitslestur.

- Leitarlestur; notkun orðabóka og uppflettirita.

- Lestur fjölbreyttra bókmenntatexta; ljóð, sögur, ævintýri …

- Lestur fræðirita.

- Lestur annarra ólíkra texta; töflur, áætlanir, leiðbeiningabæklingar.

- Kortalestur.

- Framsögn.

- Margbreytilegt efni valið til lestrar að eigin frumkvæði.

- Vitund um eigin lestrarfærni.

- Gerir grein fyrir formgerðarmun á texta, t.d. ljóðum og sögum.

- Finnur efnisorð í almennum texta á skömmum tíma.

- Kortalestur - finnur staði, greinir hálendi, láglendi, mannfjölda …

- Finnur upplýsingar úr töflum og áætlunum, fylgir leiðbeiningum.

- Notar orðabækur í tungumálum.

- Beitir hrynjandi í framsögn.

- Gerir sér grein fyrir eigin lestrarfærni.

- PALS (pör að læra saman)

- Raddlestur lesefnis tengdu öðru námi, eins og skýrslur, ritgerðir og frásagnir.

- Orðabókaverkefni.

- Kortaverkefni.

- Framsögn með lestri og flutningi ýmissa bókmennta og leikþátta auk eigin texta.

- Ritvinnsla á tölvu.

- Læra notkun á grunnstoðum APA-heimildastaðals.

- LOGOS–lestrarskimun, í nóvember.

- Orðalykill; að hausti og vori.

 

Skilningur og viðhorf

 

 

 

- Lestur vegna heimildaritgerða.

- Greining aðalatriða í texta.

- Ályktanir dregnar af efni texta.

- Gerð grein fyrir efni texta, bæði fræðandi og til skemmtunar.

- Gerð myndrita eins og súlurit, línurit og skífurit.

- Nemandi les sér til gagns og ánægju ólíka texta eins og tímarit, dagblöð, sjónvarpstexta og námsefni.

- Finnur efni í heimildum til notkunar í heimildaritgerðum.

- Túlkar upplýsingar úr súluritum, skífuritum og línuritum.

 

- Gagnvirkur lestur og KVL (Kann - Vil vita - vil Lært) út frá almennu námsefni.

- Gerð heimildaritgerða.

- Unnið með málshætti og orðtök.

- Línurit, skífurit og súlurit samin og túlkuð.

- Bókasafnsnotkun.

- Notkun netmiðla til að afla upplýsinga og dýpka skilning.

- Upplestur kennara, t.d. nestissögur.

- Orðarún; lesskilningskönnun.

Önnur atriði

 

 

 

- Aukinn orðaforði.

- Sértæk aðstoð fyrir einstaka nemanda.

- Nemandi með sértæka erfiðleika fær aðstoð í prófum.

- Nemandi sem er undir  200 atkvæðum/mínútu fær aðstoð.

- Nýting hljóðbóka og netmiðla eftir þörfum.

- Foreldrum kynntar valdar kennsluaðferðir við lestur á þessu stigi skólagöngu.

- Markviss skráning umsjónarkennara og sérkennara á framförum í lestri og lesskilningi.

- Markviss skráning kennara á framförum nemanda.

(Rósa Eggertsdóttir, 1998, bls. 15)

 

 1. bekkur

Markmið - efnisþættir - inntak

Viðmið um árangur

Kennsluaðferðir og skipulag

Matstæki og aðferðir

Hraði

 

 

 

- Leshraði og lestrarfærni aukin.

- Lesið í hljóði:

     - Hraðlestur.

     - Leitarlestur.

     - Yfirlitslestur.

     - Nákvæmnislestur.

- Lesið upphátt:

     - Raddlestur með  blæbrigðum.

- Raddlestur 250 - 310 atkvæði á mínútu.

 

- Lestur daglega í hljóði eða upphátt; einstaklingslega eða í pörum.

- Hraðlestraræfingar.

- Hraðlestrarátak.

- Upplýsinga leitað og spurningum svarað úr texta.

 

- Raddlestrarpróf fyrir alla nemendur, þrisvar á skólaári; í september  janúar og maí. Sami aðili sér um fyrirlagnir.

 

Tækni og leikni

 

 

 

- Lestur fjölbreyttra texta; ljóð, sögur, þjóðsögur og ævintýri.

- Lestur fræðirita.

- Leitarlestur; nýting orðabóka og uppflettirita.

- Kortalestur.

- Framsögn.

- Hljóðlestur.

- Nákvæmnislestur.

- Yfirlitslestur.

- Margbreytilegt efni valið til lestrar að eigin frumkvæði.

- Beitir hrynjandi í framsögn.

- Gerir grein fyrir formgerðarmun á texta, eins og ljóðum og sögum.

- Finnur efnisorð í almennum texta á skömmum tíma; skimun.

- Nýtir orðabækur í tungumálum.

- Kortalestur - finnur staði, greinir hálendi frá láglendi, mannfjölda.

- Finnur upplýsingar úr töflum og áætlunum, fer eftir leiðbeiningum.

 

- PALS (pör að læra saman).

- Stóra upplestrarkeppnin.

- Framsögn með lestri og flutningi ólíkra texta; bókmennta, ljóð og leikþátta auk eigin texta.

- Raddlestur  sem tengist öðru námi; skýrslur, ritgerðir og frásagnir.

- Orðabókaverkefni.

- Kortaverkefni.

- Læra meira um notkun APA-heimildastaðals.

- Samræmd próf fyrir 7. bekk;

hljóðlestur/hlustun og lesskilningur/ hlustunarskilningur.

- Orðalykill; að hausti og vori.

 

Skilningur og viðhorf

 

 

 

- Lestur vegna heimildaritgerða.

- Greining aðalatriða í texta.

- Gerð grein fyrir efni texta, bæði fræðandi og til skemmtunar.

- Ályktanir dregnar af efni texta.

- Lestur myndrita.

- Aukin vitund um eigin lestrarfærni.

- Les sér til gagns og ánægju mismunandi texta eins og tímarit, dagblöð og sjónvarpstexta auk námsefnis.

- Notar heimildir til að skrifa heimildaritgerð. Les og túlkar upplýsingar úr súluriti, skífuriti og línuriti.

 

- Gagnvirkur lestur og KVL (Kann - Vil vita - vil Lært) út frá almennu námsefni.

- Gerð heimildaritgerða.

- Unnið með málshætti og orðtök.

- Línurit, skífurit og súlurit samin og túlkuð.

- Málfundir um lesið efni.

- Nýtir bókasafnið til að afla heimilda.

- Notkun netmiðla til að afla þekkingar og dýpka skilning.

- Upplestur kennara, t.d. nestissögur.

- Orðarún; lesskilningskönnun.

- Mat á meðferð heimilda í heimildaritgerðum.

Önnur atriði

 

 

 

- Aukinn orðaforði.

- Stuðningur í lestri fyrir einstaka nemanda.

- Nemandi með sértæka erfiðleika fær aðstoð í prófum.

- Nemandi sem ekki hefur náð 200 atkvæði/mínútu fær aðstoð.

- Nýting hljóðbóka og netmiðla eftir þörfum.

- Foreldrum kynntar valdar kennsluaðferðir við lestur á þessu stigi skólagöngu.

- Markviss skráning umsjónarkennara og sérkennara á framförum í lestri og lesskilningi.

 

(Rósa Eggertsdóttir, 1998, bls. 15)

 

Lestrarviðmið í Fossvogsskóla fyrir 1. - 7. bekk

 

0-49 atkvæði á mínútu

Er við það að ná tökum á lestri.

50-99 atkvæði á mínútu

Hefur náð tökum á lestri, er við það að vera læs.

100-199 atkvæði á mínútu

Les af nokkru öryggi.

200-299 atkvæði á mínútu

Les af öryggi.

300 atkvæði og yfir

Les af miklu öryggi.

 

 Villur í lestri; umsögn

 

Engin villa

Villulaus lestur.

1-9 villur

Les nánast villulaust.

10-19 villur

Nokkuð um villur.

20 villur og fleiri

Mikið um villur.

 

 

Áherslur í lestri - lestrarlag

 

 • Áherslur góðar.
 • Áherslur að mótast.
 • Vottar fyrir áherslum.
 • Eintóna lestur.

 

Lesskilningur

 

Meðaltal lesskilningskannana gefur eingöngu vísbendingar um eftirfarandi:

 

 • 9,0-10: Lesskilningur er mjög góður.
 • 7,5-8,9: Lesskilningur er góður.
 • 6,1-7,4: Lesskilningur er nokkuð góður.
 • 4,5-6,0: Lesskilningur er sæmilegur.
 • Að 4,4: Lesskilning þarf að þjálfa betur.

 

Skimanir

 

 • Lesferill fyrir alla áranga þrisvar á ári.
 • Leið til læsis að hausti í 1. bekk.
 • Læsi – lesskimun að vori í 1. bekk.
 • Læsi – lesskimun að hausti og vori í 2. bekk.
 • LOGOS-lestrarskimun að vori í 3. bekk.
 • LOGOS-lestrarskimun að hausti í 6. bekk.
 • Orðalykill – orðaforða- og stafsetningarkönnun, hver árgangur frá 3. bekk.
 • Orðarún – lesskilningskannanir að hausti og vori, hver árgangur frá 3. bekk.

 

 

Heimildaskrá

Ísak Jónsson. (e.d.). Um kennslu í byrjunarlestri: Drög að handriti að handbók fyrir kennaranema. Fyrri hluti. Reykjavík: Skóli Ísaks Jónssonar.

National Reading Panel. (e.d.). Forsíða. Sótt af https://www.nichd.nih.gov/research/supported/Pages/nrp.aspx

Rósa Eggertsdóttir. (1998). Lestur, lestrarkennsla og stefnumörkun. Í (Rósa Eggertsdóttir, ritstjóri), Fluglæsi: Áherslur, stefnumörkun og aðferðir í lestrarkennslu. Akureyri: Skólaþjónusta Eyþings.

Stefán Jökulsson. (2012). Læsi Ritröð um grunnþætti menntunar. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun.

 

 

 

Viðbætur sem varða læsi

 

Málfræði

 

1. bekkur

- Geta þekkt samsett orð og búið til málsgreinar.

- Geta beitt rími og farið með einfaldar vísur.

 

2. bekkur

- Geti búið til setningar.

- Þekki uppbyggingu á grunnþáttum texta; upphaf, meginmál og endir.

- Geti samið texta frá eigin brjósti; sögu, ljóð og/eða skilaboð.

- Geti beitt einföldum stafsetningarreglum

- Þekki nokkur hugtök málfræðinnar; bókstafur, hljóð, sérhljóðar, samhljóðar, orð, samsett orð, málsgrein, samheiti, andheiti, nafnorð, lýsingarorð og sagnorð.

- Skilji mun á samnöfnum og sérnöfnum.

- Þekki kyn og tölu orða.

- Geti leikið sér með orð og merkingu þeirra.

- Vinni með hugtakakort.

 

Skrift

 

 1. bekkur - Hafi rétt grip á skriffærum og temji sér rétta líkamsstöðu þegar skrifað er. Dragi rétt til stafs og skrifi skýrt og læsilega.

 

 1. bekkur - Geta dregið rétt til stafs, skrifað stuttar sögur og beitt einföldum stafsetningarreglum.

 

 1. bekkur - Nái tökum á að draga rétt til stafs, stafir sitji á línu og skrifað skýrt og læsilega.

 

 1. bekkur - Færni í skrift: Dragi rétt til stafs, stafir standi á línu, noti króka. Frágangur: mjög góður, góður, nokkuð góður og sæmilegur. Notast við bókina Skrift 4 frá Námsgagnastofnun.

 

 1. bekkur - Færni í skrift: Dragi rétt til stafs, stafir standi á línu, noti tengiskrift. Frágangur: mjög góður, góður, nokkuð góður og sæmilegur. Notast við bókina Skrift 5 frá Námsgagnastofnun. Frágangur í vinnubókum (öðrum en skrift) og þar inn í væri vandvirkni o.fl.

 

 1. bekkur - Færni í skrift: stafir standi á línu og noti tengiskrift. Frágangur: mjög góður, góður, nokkuð góður og sæmilegur. Notast við bókina Skrift 6 frá Námsgagnastofnun.

 

 1. bekkur - Færni í skrift: stafir standi á línu og noti tengiskrift. Frágangur: mjög góður, góður, nokkuð góður og sæmilegur. Notast við bókina Skrift 7 frá Námsgagnastofnun.

 

 

Annað:

 • Mínútuspjöld
 • Nemandi les í kapp við klukku og svarar spurningum úr textanum.
 • Smáforrit í spjaldtölvu sem eflir lestrarvitund.

 

 

[1] Þegar rætt er um lestur með tilliti til nýlegra hæfniviðmiða Aðalnámskrár grunnskóla má vera ljós að hann verður varla eða illa settur undir þau. Því er eðlilegt að skoða fremur hve mörg atkvæði nemandi les á mínútu (eða orð á mínútu) og miða við þau. Í Fossvogsskóla er miðað við atkvæði á mínútu. Að einhverju leyti má draga ákveðnar línur og segja að börn skuli hafa náð viðmiðum um að lágmarki 130 atkvæði á mínutu við lok 4. bekkjar. Það getur þó aldrei orðið einhlítt.