Skip to content

Námsmat í Fossvogsskóla

Námsmat í Fossvogsskóla hefur verið í endurskoðun á yfirstandandi skólaári. Námsmatið er hæfnimiðað og metið í gegnum námslotur og verkefni í Mentor. Matið safnast saman á hæfnikort nemandans sem er aðgengilegt í Mentor. Sama hæfnikortið fylgir nemandanum frá 1. – 4. bekk annars vegar og frá 5. – 7. bekk hins vegar. Nemendur fá útprentaðan vitnisburð með lokamati við lok hvors skólastigs í Fossvogsskóla; það er við lok fjórða og sjöunda bekkjar.