Skip to content

Leikskólabörn í heimsókn

Það var sérlega ánægjulegt að fá verðandi fyrstu bekkinga í fyrstu heimsóknina í Fossvogsskóla. Elstu börnin af Furuskógum og Kvistaborg komu í heimsókn á skólalóðina fimmtudaginn 31. mars og sungu nokkur vel valin Ladda-lög fyrir nemendur í 1. – 4. bekk á battóvellinum. Við hlökkum mikið til að taka á móti þessum flottu börnum í haust.