Lestrarátak skólans

Í byrjun nóvember var uppskeruhátíð fyrir lestrarátakið sem var í október. 3. bekkur vann bókaorminn á yngra stiginu og 5.bekkur á miðstiginu. Nemendur á yngsta stigi í Fossvogsskóla lásu samtals í 30.968 mínútur og á miðstiginu voru 68.961 mínútur lesnar í lestrarátakinu. Samtals lásu nemendur í Fossvogsskóla í 99.929 mínútur. Við vonum svo innilega að allir nemendur hafi grætt á þessu og skólinn stoltur af sínum nemendum. Takk kæru foreldrar að taka þátt í þessu með okkur, góð samvinna er lykilatriði.