Skip to content

Loftslagssmiðjur

Fossvogsskóli hefur fengið Grænfánann 9 sinnum og stefnir að því að sækja um í tíunda sinn vorið 2021. Þema okkar fram að umsókn eru loftslagsbreytingar. Af því tilefni var ákveðið að smiðjur yrðu tileinkaðar loftslagsbreytingum. Fyrstu skrefin voru að 27. febrúar kom Margrét Hugadóttir frá landvernd og fræddi nemendur í 5.-7. bekk um lofthjúpinn og afleiðingar loftslagsbreytinga á jörðinni.  Í smiðjunum nú í mars eru átta svæði sem nemendum standa til boða. Helstu viðfangsefni smiðjanna er m.a. fræðsla um jökla og hvernig þeir hafa hopað vegna gróðurhúsaáhrifa, hvaða áhrif neysla hefur á loftslagsmengun, hvað er ábyrg neysla og framleiðsla samkvæmt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, fræðsla um lofthjúpinn og hvernig við getum haft áhrif á umhverfið og jörðina með því að íhuga matarsóun, mengun og samfélagslega ábyrgð. Á stöðvunum gera nemendur svo verkefni tengt viðfangsefni hverra stöðvar. Stefnt er að því að hafa svo opið hús fimmtudaginn 2. apríl.