Öskudagur

Á öskudag var mikið húllumhæ hér í Fossvogsskóla, nemendur skemmtu sér í hinum ýmsu verkefnum. Dagurinn var óhefðbundinn í alla staði, þau völdu sér stöðvar þar sem í boði var m.a. að slá köttinn úr tunnunni, spila, bingó, leikbrúðugerð, danspartý, hreyfileikir, Osmó, andlitsmálning, listasmiðja o.fl. og fengu svo hamborgara í matinn. Gleðin var við völd og einhverjir höfðu á orði að þetta væri skemmtilegasti skóladagur sem þau höfðu upplifað.













