Skólaslit
Skólaslit hjá 1. og 2. bekk
1. bekkur – föstudagur 5. júní kl. 15:00 – 15:30
2. bekkur – föstudagur 5. júní kl. 15:30 – 16:00
Nemendur í 1. og 2. bekk eru í skólanum til kl. 13:40 þennan dag. Neðstaland er ekki opið og því munum við bjóða þessum nemendum að vera hér í skólanum undir eftirliti og í umsjá starfsfólks frá okkur fram að skólaslitum hjá þeim. Við biðjum ykkur um að senda börnin með nesti sem þau fá sér kl. 13:40 í mötuneyti skólans. Að því loknu verða þau úti í leik fram til kl. 15:00/15:30. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri þennan dag.
Skólaslit hjá 3. – 6. bekk
3. bekkur – föstudagur 5. júní kl. 16:00 – 16:30
4. bekkur – föstudagur 5. júní kl. 16:30 – 17:00
5. bekkur – föstudagur 5. júní kl. 17:00 – 17:30
6. bekkur – föstudagur 5. júní kl. 17:30 – 18:00
7. bekkur – miðvikudagur 3. júní kl. 18:30 – 20:00.
Skóla lýkur með formlegum skólaslitum hjá öllum árgöngum þar sem nemendur syngja tvö til þrjú lög sem þeir hæfa æft. Mikilvægt er að nemendur mæti á réttum tíma á sín skólaslit því þau verða keyrð hratt áfram að þessu sinni.
Bestu kveðjur,
stjórnendur Fossvogsskóla