Skip to content
11402732_10152939862856984_1872689174025682303_n

Velkomin á heimasíðu

Fossvogsskóli

Verið hjartanlega velkomin á heimsíðu Fossvogsskóla.

Skólinn tók til starfa 9. október 1971 og var áhersla lögð á opna kennsluhætti  (Open Plan) þar sem hefðbundið bekkjarkerfi var brotið upp. Áhersla var lögð á að koma til móts við nemandann sem einstakling, auka ábyrgðartilfinningu hans gagnvart náminu, efla frumkvæði og sköpunargáfu með því að gefa nemendum meira val í sambandi við viðfangsefni og vinnuaðferðir. Mikil áhersla var lögð á samþættingu námsgreina, aldursblöndun og samstarf og virkni innan kennarahópsins

Fossvogsskóli er hverfisskóli fyrir 6 – 12 ára börn í Blesugrófar- og Fossvogshverfi. Skólaárið 2018 – 2019 starfa 360 nemendur og 50 starfsmenn í skólanum. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi í Fossvogsdalnum. Mikil hjólamenning einkennir skólasamfélagið enda liggja greiðar göngu- og hjólaleiðir frá skólanum í Elliðaárdalinn og í Nauthólsvíkina sem eru ein fallegustu útivistarsvæði Reykjavíkurborgar.

Umhverfis- og lýðheilsumál skipa stóran sess í Fossvogsskóla og hefur skólinn flaggað Grænfánanum frá árinu 2002. Fossvogsskóli vinnur í anda uppeldisstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar og rík áhersla er lögð á styrkja félagsfærni nemenda með jákvæðum og góðum samskiptum meðal nemenda og starfsfólks.

Vertu til að leggja hönd á plóg eru einkunnarorð skólans. Í þeim felst kraftur, hvatning og samvinna þar sem nemendur, kennarar og foreldrar vinna saman og leysa verkefnin af metnaði. Áherslan á samvinnu í skólastarfinu birtist m.a. í teymisvinnu hverskonar og fjölbreyttu og skapandi námi þar sem leitast er við að samþætta námsgreinar og blanda nemendum saman með ýmsum hætti.

 

Stjórnendur skólans

 

Skólastjóri Fossvogsskóla er Aðalbjörg Ingadóttir Netfang:  adalbjorg.ingadottir@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri er Árni Freyr Sigurlaugsson  Netfang: arni.freyr.sigurlaugsson@rvkskolar.is  

Deildarstjóri stoðþjónustu er Ingibjörg Ýr Pálmadóttir  Netfang: ingibjörg.yr.palmadottir@rvkskolar.is