Heilsugæsla
Heilsugæsla í skólanum er á vegum Heilsugæslunnar í Efstaleiti.
Skólaheilsugæslan er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmið
skólaheilsugæslu er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.
Í henni felast skoðanir, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda,
fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.
Heilbrigðisfræðsla
Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Áherslur
fræðslunnar eru Hollusta - Hvíld - Hreyfing - Hreinlæti - Hamingja - Hugrekki og kynheilbrigði. Eftir
fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim. Þá gefst foreldrum kostur á að ræða við börnin um það
sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.