Skip to content

Áætlun gegn einelti

Í Fossvogsskóla á öllum að líða vel og einelti og annað ofbeldi er ekki liðið.

Sjá  áætlun gegn einelti í starfsáætlun Fossvogsskóla.

Skilgreining á einelti:
Það er einelti þegar einn eða fleiri beita einstakling endurteknu líkamlegu eða andlegu ofbeldi eða
félagslegri útskúfun.
Einelti birtist í mörgum myndum:
• Líkamlegt: Barsmíðar, spörk, og hrindingar.
• Munnlegt: Til dæmis uppnefni og niðrandi athugasemdir.
• Óbeint: Baktal, neitað um að vinna með eða sitja ákveðnum einstaklingi í skólanum, útskúfun
eða útilokun úr félagahópi.
• Rafrænt einelti: Illkvittin, neikvæð og/eða niðurlægjandi athugasemdir og/eða myndir
gegnum tölvupóst, SMS eða samfélagsmiðla.