Skip to content

Tilkynning til foreldra um óveður í dag

Kæru foreldrar,

Hér að neðan er það grunnskipulag sem Fossvogsskóli mun fylgja í dag. Við óskum eftir því að allir nemendur í 1. – 4. bekk séu sóttir í skólann kl. 13:40 að skólastofunni og fylgt heim og gefum leyfi fyrir því að nemendur í 5. – 7. bekk komi sér sjálfir heim.

Það er engin frístund í dag og skólanum mun verða lokað kl. 14:20. Þau börn sem ekki hafa verið sótt þá munu verða í umsjón starfsfólks skólans sem verður hér á vaktinni.

Bestu kveðjur,

stjórnendur

VINSAMLEGA LESIÐ VEL TILKYNNINGU FRÁ REYKJAVÍKURBORG, SJÁ HÉR AÐ NEÐAN!

Þriðjudagur, 10. desember 2019

,,Skóla- og frístundastarf mun raskast frá hádegi þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15 nema brýna nauðsyn beri til.

röskun á skólastarfi

Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna óveðursins sem spáð er. Foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir um að sækja börn sín strax að skóladegi loknum til að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á. Foreldrar leikskólabarna sæki börn sín fyrir kl. 15.  

Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf í Reykjavík fellur niður svo og starf skólahljómsveita. Eldri grunnskólanemendur fara því beint heim eftir skóladag og eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þeir séu ekki á ferli þegar og eftir að veðrið skellur á.

Akstursþjónusta fatlaðra mun aka heim þeim skólabörnum sem þeirrar þjónustu njóta, strax að loknum skóladegi.

Þá munu sundlaugar, útibú Borgarbókasafnsins og söfn á vegum Reykjavíkurborgar verða lokuð eftir kl. 14 á morgun.

Fólk er beðið um að huga að lausamunum sem geta fokið og minnir Sorphirða Reykjavíkur íbúa sérstaklega á að huga vel að sorpílátum sínum og tryggja að þau fjúki ekki.

Lokanir skóla og stofnana eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana en enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda.

Appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða mikl­ar lík­ur á veðri sem geti valdið mikl­um sam­fé­lags­leg­um áhrif­um, tjóni eða slys­um og hugsanlega ógnað lífi og lim­um ef aðgát er ekki höfð.“

See more in English below see here

Schools and leisure activities in Reykjavík will be disrupted because of an orange storm warning today Dec.10. Authorities urge parents to pick up their children right after school, at the latest at 15:00 hours. Children in preschools need to be picked up before 15:00 hours.
All leisure activities will be cancelled.

https://reykjavik.is/en/news/severe-storm-forecast-tomorrow
https://reykjavik.is/en/news/severe-storm-forecast-tomorrow