Truc Diem fékk nemendaverðlaunin

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar veitir árlega verðlaun til grunnskólanema í Reykjavík og er einum nemanda úr hverjum skóla veitt viðurkenning.
Markmið nemendaverðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram í námi, félagsstarfi eða í skapandi starfi. Að þessu sinni fékk Truc Diem Vuong í 7. bekk verðlaunin fyrir brennandi áhuga á listsköpun og sýnir hún einstæka hæfni í vilja til að bæta sig. Hún eyður öllum frítíma sínum í teikningu og hefur sýnt mikið ímyndunarafl í eigin sköpun. Truc Diem hefur einstaka hæfileika á listrænu sviði og er fyrirmynd annara í listsköpun.
