Mötuneyti Fossvogsskóla

Frá skólaeldhúsi
Öll umræða um skólaeldhús er af hinu góða.  Það er stefna okkar í Fossvogsskóla að nota eingöngu úrvalshráefni (ferskar vörur) og elda frá grunni því „Lengi býr að fyrstu gerð“.

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að öll brauð eru bökuð á staðnum og því engin þörf á rotvarnarefnum og nákvæm innihaldslýsing er ljós.  Einnig er stefnan að laga alla rétti hér í eldhúsinu.  Foreldrar eru hvattir til að hafa samband ef spurningar vakna um matseðilinn. 

Með von um góða samvinnu

Halldór S Halldórsson matreiðslumaður

 

Skólamötuneyti

Nemendur í Fossvogsskóla eiga kost á að kaupa heita máltíð í hádeginu alla daga vikunnar. Greitt er fyrir matinn mánuð í senn.

Gjald fyrir skólamáltíðir í Reykjavík er 463 kr. á máltíð eða  kr. 9.270 á mánuði.   Foreldrar greiða einungis skólamáltíð fyrir tvö börn, önnur njóta 100% afsláttar. Skráning fyrir mataráskrift í grunnskólum borgarinnar fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík

Til að geta skráð nemendur í mataráskrift þarf foreldri/forráðamaður að skrá sig inn með kennitölu og lykilorði.

Þeir sem ekki hafa lykilorð þurfa að stofna aðgang og geta í kjölfarið fengið lykilorð sent í sinn heimabanka eða í almennum pósti.

Matarsóun

Október 2017

Febrúar 2017

 

Apríl 2017

Maí 2017

Október

Nóvember

Prenta | Netfang