Skoðanir, bólusetningar og tannvernd

Skoðanir

1. bekkur
Sjónpróf, heyrnarpróf, hæðar- ogþyngdarmæling.

4. bekkur
Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling.

7. bekkur
Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling og athugun á litaskyni.

9. bekkur
Sjónpróf, heyrnarpróf, hæðar- og þyngdarmæling.

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.

Bólusetningar

7. bekkur
Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta).

9. bekkur
Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (ein sprauta).

Ef líkur eru á að barnið sé ekki að fullu bólusett þá eru foreldrar hvattir til að hafa samband við skólaheilsugæsluna. Bólusetningar barna eru alltaf á ábyrgð foreldra.

TANNVERND

Skólaheilsugæslan býður öllum börnum í 1., 7. og 10. bekk upp á flúorskolun tanna hálfsmánaðarlega yfir skólaárið. Reglulegt eftirlit með tönnum er mikilvægt og er það á ábyrgð foreldra.

Prenta | Netfang