Skip to content

Útinámið fer vel af stað í haust

Allir árgangar skólans eru nú með útinám fast í sinni stundartöflu. Þá færist nám nemenda út fyrir hina hefðbundnu skólastofu. Haustið hefur einkennst af leikjum, stöðvavinnu og mikilli gleði meðal nemenda. Í útináminu er samþætting námsgreina lykillinn og áhersla á hreyfingu, útiveru og samvinnu meðal nemenda. Nemendur þurfa að koma vel klæddir (alla daga auðvitað) en sérstaklega þá daga sem þeir fara í útinám. Gott er að vera með auka vettlinga í töskunni og í góðum skóm eða stígvélum þessa daga.