Skip to content

Verðlaunaafhending í smásögukeppni FEKÍ 2018

Miðvikudaginn 27. febrúar fór fram verðlaunaafhendin í smásagnakeppni Félags enskukennara á Bessastöðum. Forsetafrú Íslands Eliza Reid sá um afhendingu verðlauna. Hér má sjá myndir af þeim Karlottu Ómarsdóttur í 7. bekk og Helenu Lapas í 4. bekk taka á móti verðlaununum ásamt enskukennaranum sínum Magneu Antonsdóttur.

Allir nemendur í 5. 6. og 7. bekk tóku þátt í Smásögukeppni FEKÍ 2018 ( Félag enskukennara á Íslandi).Þema keppninnar í ár var „Danger“.Sögurnar voru skemmtilegar og fjölbreyttar svo það var úr vöndu að ráða hjá kennurunum að velja úr, þar sem mátti bara  senda inn þrjár sögur frá skólanum. Karlotta Ómarsdóttir 7. bekk var í 3. sæti fyrir 6. – 7. bekk. Helena Lapas í 5. bekk fékk viðurkenningu fyrir 1. – 5. bekk